Fara í efni

Fjölskylduráð

60. fundur 06. apríl 2020 kl. 13:00 - 17:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson og Jón Höskuldsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi, fræðslustjóri
Dagskrá
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 9.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 1 og 2.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 3-8 og 13.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 9-13.
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri sat fundinn undir lið 13.

Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi kl.15:20

1.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202004004Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar reglur Norðurþings um sérstakan húsnæðisstuðning
Fjölskylduráð samþykkir meðfylgjandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar til samþykktar í Sveitarstjórn.

2.Reglur um fjárhagsaðstoð Norðurþings

Málsnúmer 202003088Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar reglur Norðurþings um fjárhagsaðstoð
Fjölskylduráð samþykkir meðfylgjandi reglur um fjárhagsaðstoð og vísar til samþykktar í Sveitarstjórn.

3.Húsnæði frístundar á Húsavík

Málsnúmer 202004032Vakta málsnúmer

Umræða um húsnæðismál frístundar á Húsavík.
Að undanförnu hafa farið fram góðar umræður innan fjölskylduráðs um staðsetningu og starf frístundar á Húsavík. Núverandi aðbúnaður og staðsetning starfseminnar í íþróttahöllinni hefur ákveðna kosti, en því miður líka galla eins og ráðið þekkir vel, og telur fjölskylduráð mikilvægt að greina tækifæri til umbóta. Fjölskylduráð óskar eftir því við fræðslufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa í samráði við skólastjórnendur Borgarhólsskóla að vinna minnisblað þar sem kostir og gallar við tilfærslu á frístund inn í Borgarhólsskóla eru metnir. Gerð verði úttekt á því hversu mikið rask það hefði í för með sér fyrir núverandi skipulag starfseminnar í Borgarhólsskóla að frístund kæmi þar inn til viðbótar svo og mat lagt á kostnað við mögulega tilfærslu. Óskar ráðið eftir því að minnisblaðið verði lagt fyrir ráðið á fyrsta fundi fjölskylduráðs í maí.

4.Íþróttahreyfingin og COVID-19

Málsnúmer 202004009Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar opið bréf frá ÍSÍ varðandi starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga þegar COVID-19 faraldurinn gengur yfir. Bréfið er sýnilegt á vef ÍSÍ.
Lagt fram til kynningar.

5.Hjólabrettaskóli Reykjavíkur - námskeið og styrkur

Málsnúmer 202004010Vakta málsnúmer

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur kannar möguleika á að koma til Húsavíkur og halda námskeið fyrir ungmenni.

Námskeiðsgjald er fyrirhugað 11.900 á mann og eru námskeiðin þrír dagar, einn og hálfur tími í senn. Skipt er í hópa eftir getu og erum við 2 sem kennum. Vinsælustu námskeiðin eru fyrir krakka og unglinga en á krakkanámskeiðunum er stílað inn á aldurinn 4- 12 ára og á unglinganámskeiðunum 13- 18 ára.

Einnig er sótt um styrk til Norðurþings að upphæð 250 þúsund vegna gistingar, ferðakostnaðar og annað tilfallandi.

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur er velkominn að halda námskeið í sveitarfélaginu. Umsókn um fjárstuðning er hafnað.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að hafa samband við Hjólabrettaskóla Reykjavíkur og kanna hvort af námskeiðinu geti orðið með aðkomu sveitarfélagsins með öðrum hætti en með beinum fjárstuðningi.

6.Vinnuskóli Norðurþings 2020

Málsnúmer 202002132Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fyrirkomulag á vinnuskóla Norðurþings.

Málið var áður til umfjöllunar á 57.fundi ráðsins þann 2.3.2020.
Lagt fram til kynningar.
Unnið verður áfram að skipulagningu vinnuskóla Norðurþings.

7.Sumarfrístund á Húsavík 2020

Málsnúmer 202004011Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að Sumarfrístund á Húsavík 2020.
Lagt fram til kynningar.
Unnið verður að skipulagningu Sumarfrístundar áfram.

8.Aðstaða Tónasmiðjunar í verbúðum við hafnarstétt

Málsnúmer 201908098Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er húsaleigusamningur ÞÚ skiptir máli, félagasamtaka í verbúðum á Húsavík.
Fyrir liggur að eignarsjóður mun innheimta leigu hjá Tónasmiðjunni samkvæmt drögum að leigusamningi.
Fjölskylduráð sér sér ekki fært um að styrkja Tónasmiðjuna um húsaleigu í verbúðum við Hafnarstétt.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að eiga samtal við forsvarsmenn Tónasmiðjunnar.

9.Ytra mat á Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 201911096Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar Ytra mat Menntamálastofnunar á Öxarfjarðarskóla og umbótaáætlun skólans.
Skólastjóri Öxarfjarðarskóla kynnti niðurstöðu ytra mats Menntamálastofnunar og umbótaáætlun vegna þeirra athugasemda sem fram komu í matinu.

10.Grænuvellir - Skóladagatal 2019-2020

Málsnúmer 201904129Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögu leikskólastjóra um breytingu á skóladagatali fyrir núverandi skólaár.
í ljósi þess ástands sem nú ríkir vegna farsóttar, vegna samkomubanns og laga um takmörkun á skólastarfi, óskar leikskólastjóri eftir því að flytja tvo starfsdaga þessa skólaárs yfir á næsta skólaár og fá þá sex starfsdaga í stað fjögurra. Jafnframt óskar leikskólastjóri eftir því að tveir starfsdagar þessa skólaárs falli niður.

Fjölskylduráð samþykkir að fella niður tvo starfsdaga en hafnar beiðni leikskólastjóra um að færa tvo starfsdaga yfir á næsta skólaár.

11.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2019-2020

Málsnúmer 201904130Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar breytingu á skóladagatali Borgarhólsskóla sem vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja þurfti flýtimeðferð og hefur nú þegar verið samþykkt af sveitarstjóra.
Í tölvupósti frá sveitarstjóra til skólastjóra og fræðslufulltrúa 2. apríl fellst hann á tillögu skólastjóra Borgarhólsskóla um tilfærslu á starfsdögum í ljósi þess ástands sem heimsfaraldur covid-19 er að hafa á starfsemi sveitarfélagsins.

12.Borgarhólsskóli - Auglýsingar til foreldra

Málsnúmer 202002013Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi kynnir fyrir fjölskylduráði álit persónuverndarfulltrúa Norðurþings á tillögu ráðsins um að eingöngu þeir aðilar eða félagasamtök sem hafa samning við Norðurþing í tengslum við frístundarkort fái að nýta tölvupóstlista skólanna.
Að fengnum áliti persónuverndarfulltrúa Norðurþings ítrekar fjölskylduráð bókun sína frá 56. fundi ráðsins um málið.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að upplýsa skólastjórnendur um ákvörðun ráðsins.

13.Aðgerðarhópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti fyrir ráðinu vinnu aðgerðarhóps Norðurþings við efnahagsaðgerðir sveitarfélagsins vegna COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.