Fara í efni

Húsnæði frístundar á Húsavík

Málsnúmer 202004032

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 60. fundur - 06.04.2020

Umræða um húsnæðismál frístundar á Húsavík.
Að undanförnu hafa farið fram góðar umræður innan fjölskylduráðs um staðsetningu og starf frístundar á Húsavík. Núverandi aðbúnaður og staðsetning starfseminnar í íþróttahöllinni hefur ákveðna kosti, en því miður líka galla eins og ráðið þekkir vel, og telur fjölskylduráð mikilvægt að greina tækifæri til umbóta. Fjölskylduráð óskar eftir því við fræðslufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa í samráði við skólastjórnendur Borgarhólsskóla að vinna minnisblað þar sem kostir og gallar við tilfærslu á frístund inn í Borgarhólsskóla eru metnir. Gerð verði úttekt á því hversu mikið rask það hefði í för með sér fyrir núverandi skipulag starfseminnar í Borgarhólsskóla að frístund kæmi þar inn til viðbótar svo og mat lagt á kostnað við mögulega tilfærslu. Óskar ráðið eftir því að minnisblaðið verði lagt fyrir ráðið á fyrsta fundi fjölskylduráðs í maí.

Fjölskylduráð - 64. fundur - 25.05.2020

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og sérálit skólastjóra Borgarhólsskóla um húsnæði frístundar á Húsavík.
Áður var fjallað um málið á 60. fundi fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð fjallaði um minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og sérálit skólastjóra Borgarhólsskóla um húsnæði frístundar á Húsavík. Ráðið ákveður að fengnu áliti ofantaldra að Frístund verði áfram í núverandi húsnæði. Stefnt er að auknu samstarfi við Borgarhólsskóla. Íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa er falið í samráði við skólastjórnendur að vinna minnisblað um mögulegar útfærslur á því samstarfi.

Fjölskylduráð óskar eftir því við Orkuveitu Húsavíkur að velvilji sé fyrir því að frístundastarf fyrir börn með stuðning fái afnot af húsnæði Orkuveitunnar á Vallholtsvegi til frístundarstarfs sem og skammtímavistunnar frá og með 25. maí 2020 til til 1. júní 2022.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 208. fundur - 04.06.2020

Á 64. fundi fjölskylduráð var bókað:
Fjölskylduráð óskar eftir því við Orkuveitu Húsavíkur að velvilji sé fyrir því að frístundastarf fyrir börn með stuðning fái afnot af húsnæði Orkuveitunnar á Vallholtsvegi til frístundarstarfs sem og skammtímavistunnar frá og með 25. maí 2020 til til 1. júní 2022.

Óskað er afstöðu stjórnar OH til erindis fjölskylduráðs.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að húsnæði félagsins að Vallholstvegi 3 verði nýtt undir frístundastarf fyrir börn með stuðning.
Framkvæmdastjóra er falið að ganga frá leigusamningi.