Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

208. fundur 04. júní 2020 kl. 13:00 - 14:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Bergur Elías Ágústsson sat fundinn í gegnum fundarsíma.

1.Stefna á hendur Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Málsnúmer 202005118Vakta málsnúmer

Örlygur Hnefill Jónsson, lögmaður og Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari og landeigendur jarðarinnar Stekkjarholts í Reykjahverfi, fasteignanúmer 216-5030, hafa stefnt Orkuveitu Húsavíkur ohf. til greiðslu kr. 24.700.000 og er því haldið fram í meðfyglgjandi stefnu að ekki hafi legið fyrir heimild til lagningar veitulagnar sem lögð var milli Hveravalla og Húsavíkur um landareign Stekkjarholts árið 1999 vegna þeirrar starfsemi sem fram fór í orkustöð á Húsavík. Óskað er afstöðu stjórnar OH, en málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 18. júní nk.
Framkvæmdastjóra er falið að koma málinu í hendur Eiríks S. Svavarssonar, lögmanns Orkuveitu Húsavíkur ohf. og óska eftir því að hann taki til varna f.h. félagsins.

2.Aðalfundur Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf.

Málsnúmer 202005140Vakta málsnúmer

Aðalfundur Hitaveitu Öxafjarðarhéraðs hf. verður haldinn á Kópaskeri þann 10. júní nk. kl. 20:00. Fyrir liggur fundarboð aðalfundar ásamt undirrituðum ársreikningi félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur framkvæmdastjóra að sitja aðalfund Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs hf. f.h. félagsins og veitir honum umboð til þess að fara með atkvæðarétt OH á fundinum.

3.Húsnæði frístundar á Húsavík

Málsnúmer 202004032Vakta málsnúmer

Á 64. fundi fjölskylduráð var bókað:
Fjölskylduráð óskar eftir því við Orkuveitu Húsavíkur að velvilji sé fyrir því að frístundastarf fyrir börn með stuðning fái afnot af húsnæði Orkuveitunnar á Vallholtsvegi til frístundarstarfs sem og skammtímavistunnar frá og með 25. maí 2020 til til 1. júní 2022.

Óskað er afstöðu stjórnar OH til erindis fjölskylduráðs.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir að húsnæði félagsins að Vallholstvegi 3 verði nýtt undir frístundastarf fyrir börn með stuðning.
Framkvæmdastjóra er falið að ganga frá leigusamningi.

4.Hlutafjáraukning MýSköpunar ehf 2020

Málsnúmer 202006008Vakta málsnúmer

Yfirstandandi er vinna innan stjórnar MýSköpunar ehf. vegna fyrirhugaðrar hlutafjáraukningar félagsins. Gert er ráð fyrir að heimild til aukningar hlutafjár um 24 mkr. sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 6. des. sl. verði nýtt að fullu.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá greiðslu í tengslum við hlutafjáraukningu MýSköpunar ehf. að höfðu samráði við formann stjórnar MýSköpunar.

5.Framkvæmdaáætlun OH 2020

Málsnúmer 201910089Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri OH fer yfir stöðu framkvæmda félagsins á yfirstandandi rekstrarári.
- Endurnýjun veitulagna í Reykjaheiðarvegi.
- Færsla veitulagna í Grundargarði og við Ásgarðsveg.
- Veitulagnir milli Bakka og Norðurgarðs um Höfðagöng.
- Endurnýjun stofnæðar hitaveitu í Reykjahverfi.
- Viðhald yfirþrýstrar stofnæðar Hveravellir-Húsavík.
- Sverun heimæða við Norðlenska.
- Framræsing yfirborðsvatns í Grundarg. undir Ásgarðsveg.
- Færsla veitulagna vegna framkvæmda við Naust.
- Endurnýjun orkumæla.
Farið yfir stöðu yfirstandandi framkvæmda OH.
Óvænt tjón á einangrun háþrýstrar hitaveitulagnar kallar á viðhald sem ljúka þarf fyrir næsta vetur. Framkvæmdastjóra einnig falið að ýta áfram frágangi í kringum Búðarárlón í suðurfjöru í tengslum við uppsetningu minnismerkis vegna 100 ára afmælis Rafveitu Húsavíkur.

6.Aðalfundur Sjóbaða ehf. 2020

Málsnúmer 202006009Vakta málsnúmer

Aðalfundur Sjóbaða ehf. verður haldinn þriðjudaginn 16. júní 2020 á Húsavík.
Bergur Elías Ágústsson leggur fram tillögu þess efnis að Sigurgeir Höskuldsson, formaður stjórnar OH verði fulltrúi OH í stjórn Sjóbaða ehf.
Tillagan er felld með mótatkvæðum Sigurgeirs og Guðmundar.
Sigurgeir Höskuldsson, stjórnarformaður OH leggur til að Helena Eydís Ingólfsdóttir verði fulltrúi OH í stjórn Sjóbaða ehf.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Sigurgeirs og Guðmundar. Bergur situr hjá.

Bergur Elías óskar bókað.
Ég tel mikilvægt að stjórnarmaður OH sitji í stjórn Sjóbaða ehf.

7.Ósk um frestun veitugjalda vegna rekstrarstöðvunar í tengslum við COVID-19

Málsnúmer 202006018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk frá stjórn Sjóbaða ehf. um frestun veitugjalda á árinu 2020. Þegar hefur verið samið um greiðslur vegna desember 2019, janúar 2020, og febrúar 2020 en að mati stjórnar Sjóbaða ehf. þarf meira að koma til. Óskað er eftir því að greiðslur vegna veitugjalda fyrstu 8 mánaða ársins 2020 verði færðar aftur fyrir samningstíma gildandi samnings milli aðila.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir frystingu greiðslna vegna vatnsgjalda Sjóbaða ehf. fyrir tímabilið mars-ágúst 2020 og að þeim greiðslum verði frestað til ársins 2021. Áður gerður samningur um frestun greiðslna vegna tímabilsins desember 2019-febrúar 2020 fram til júní-ágúst 2020 verður látin halda sér eins og um hefur verið samið.

8.Breyting á lögheimili Orkuveitu Húsavíkur ohf

Málsnúmer 202006017Vakta málsnúmer

Skrifstofur Orkuveitu Húsavikur ohf. eru í dag til húsa í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík að Ketilsbraut 7-9 og nokkuð síðan sú starfsemi félagsins var flutt af Vallholtsvegi 3 þar sem hún var áður. Lögheimili OH er þó enn skráð að Vallholtsvegi 3.
Kallað er eftir samþykki stjórnar OH á færslu lögheimilis Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá Vallholtsvegi 3 að Ketilsbraut 7-9.
Stjórn OH samþykkir að lögheimili félagsins verði flutt að Ketilsbraut 7-9.

Fundi slitið - kl. 14:55.