Fara í efni

Aðstaða Tónasmiðjunar í verbúðum við hafnarstétt

Málsnúmer 201908098

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 40. fundur - 02.09.2019

Tónasmiðjan sem rekin er af ÞÚ skiptir máli forvarnasamtökunum óskar eftir því að kynna starfsemi sína fyrir fjölskylduráði. Einnig óska samtökin eftir því að einnig eftir því að fá aðstöðu í verbúðum á Hafnarstétt á Húsavík. Hópurinn hefur þegar eina verbúð til afnota en telur starfsemi hópsins kalla á stærra húsnæði.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í að ÞÚ SKIPTIR MÁLI-forvarnarsamtök kynni starfsemi Tónasmiðjunar fyrir ráðinu og stefnt er á að ráðið heimsæki Tónasmiðjuna í verbúðum á Hafnarstétt. Ráðið felur formanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa að finna hentugan fundartíma í samráði við samtökin.

Ráðið vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs þeim hluta erindisins sem snýr að aðstöðu í verbúðunum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 45. fundur - 01.10.2019

Á fundi fjölskylduráðs þann 2. september 2019 var eftirfarandi bókað;
Tónasmiðjan sem rekin er af ÞÚ skiptir máli forvarnasamtökunum óskar eftir því að kynna starfsemi sína fyrir fjölskylduráði. Einnig óska samtökin eftir því að einnig eftir því að fá aðstöðu í verbúðum á Hafnarstétt á Húsavík. Hópurinn hefur þegar eina verbúð til afnota en telur starfsemi hópsins kalla á stærra húsnæði.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í að ÞÚ SKIPTIR MÁLI-forvarnarsamtök kynni starfsemi Tónasmiðjunar fyrir ráðinu og stefnt er á að ráðið heimsæki Tónasmiðjuna í verbúðum á Hafnarstétt. Ráðið felur formanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa að finna hentugan fundartíma í samráði við samtökin. Ráðið vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs þeim hluta erindisins sem snýr að aðstöðu í verbúðunum.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra samning í samstarfi við Fjölskylduráð.

Fjölskylduráð - 51. fundur - 09.12.2019

Forsvarsmenn félagasamtakana Þú skiptir máli komu og kynntu starfsemi félagsins fyrir Fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar forsvarsmanni félagasamtakana ÞÚ SKIPTIR MÁLI fyrir kynninguna á starfsemi þeirra.

Fjölskylduráð - 60. fundur - 06.04.2020

Til umfjöllunar er húsaleigusamningur ÞÚ skiptir máli, félagasamtaka í verbúðum á Húsavík.
Fyrir liggur að eignarsjóður mun innheimta leigu hjá Tónasmiðjunni samkvæmt drögum að leigusamningi.
Fjölskylduráð sér sér ekki fært um að styrkja Tónasmiðjuna um húsaleigu í verbúðum við Hafnarstétt.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að eiga samtal við forsvarsmenn Tónasmiðjunnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 69. fundur - 02.06.2020

Tónasmiðjunar óskar eftir leigu á leigu á verbúð við Hafnarstétt 17.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða Tónasmiðjunni samning undir sömu formerkjum og aðrir samningar sem heyra undir Hafnastétt 17.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 70. fundur - 09.06.2020

Fyrir ráðinu liggur erindi frá Tónasmiðjunni. Tónasmiðjan fer fram á við Norðurþing að öll sú vinna sem búið er að meta vegna eldvarnar endurbóta á fasteign að Hafnarstétt 17 (Verbúðarbil nr. 11) og verður unninn í sjálfboðavinnu, verði að hálfu Norðurþings metin sem húsaleiga og gangi upp í sem húsaleiga á meðan framkvæmdum stendur eða sem nemur 1.290.000 kr.
Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik óska bókað:
Húsnæðið er ekki í notkun. Málefnið er á forræði fjölskylduráðs sveitarfélagsins, þ.e. að styrkja slíka starfsemi varðandi menningu, listir, íþróttir og tómstundir. Þannig eru fordæmi fyrir því að sveitarfélagið gerir samninga við menningarfélög og álíka starfsemi um afnot af verbúðum. Undirritaðir samþykkja málið engu að síður til að liðka fyrir málinu að sinni.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs fellst ekki á að leiga verði greidd í formi viðhalds.