Fara í efni

Ytra mat á Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 201911096

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 60. fundur - 06.04.2020

Fjölskylduráð hefur til kynningar Ytra mat Menntamálastofnunar á Öxarfjarðarskóla og umbótaáætlun skólans.
Skólastjóri Öxarfjarðarskóla kynnti niðurstöðu ytra mats Menntamálastofnunar og umbótaáætlun vegna þeirra athugasemda sem fram komu í matinu.

Fjölskylduráð - 143. fundur - 28.02.2023

Menntamálastofnun hefur móttekið umbótaáætlun og framkvæmdaáætlanir Öxarfjarðarskóla og Norðurþings þar sem óskað var eftir upplýsingum um framvindu umbóta. Samkvæmt þeim skýrslum er skólinn langt kominn með að innleiða umbæturnar. Í ljósi þess óskar Menntamálastofnun eftir lokaskýrslu þar sem fram komi mat á ávinningi aðgerða og hvort fyrirhuguð sé áframhaldandi vinna.
Menntamálastofnun óskar eftir upplýsingum um;
-
staðfestingu skólastjóra og sveitarfélags að komnar séu til framkvæmda þær umbætur sem lagðar voru til í skýrslu um ytra mat á skólanum
-
mati skóla og sveitarfélags á því hvernig til tókst að vinna að umbótum og með hvaða hætti fyrirhuguð er að halda áfram með innra mat og umbætur.

Skólastjóri Öxarfjarðarskóla leggur nú fram lokaskýrslu skólans og sveitarfélagsins til staðfestingar.
Fjölskylduráð staðfestir lokaskýrslu Öxarfjarðarskóla vegna ytra mats.