Fara í efni

Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2019-2020

Málsnúmer 201904130

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 31. fundur - 06.05.2019

Skóladagatal Borgarhólsskóla skólaárið 2019-2020 er lagt fram til kynningar og samþykktar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, deildarstjóri í Borgarhólsskóla gerði grein fyrir skóladagatali Borgarhólsskóla skólaárið 2019 - 2020. Ráðið þakkar henni fyrir og samþykkir skóladagatalið.

Fjölskylduráð - 60. fundur - 06.04.2020

Fjölskylduráð hefur til kynningar breytingu á skóladagatali Borgarhólsskóla sem vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja þurfti flýtimeðferð og hefur nú þegar verið samþykkt af sveitarstjóra.
Í tölvupósti frá sveitarstjóra til skólastjóra og fræðslufulltrúa 2. apríl fellst hann á tillögu skólastjóra Borgarhólsskóla um tilfærslu á starfsdögum í ljósi þess ástands sem heimsfaraldur covid-19 er að hafa á starfsemi sveitarfélagsins.