Fara í efni

Fjölskylduráð

31. fundur 06. maí 2019 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauks aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1- 4.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 4 og 11 - 13.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 5 - 10 og 14.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 1.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir deildarstjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 2.

1.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2019-2020

Málsnúmer 201904127Vakta málsnúmer

Skóladagatal Öxarfjarðarskóla skólaárið 2019-2020 er lagt fram til kynningar og samþykktar.
Guðrún S. Kristjánsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla gerði grein fyrir skóladagatali Öxarfjarðarskóla skólaárið 2019 - 2020. Ráðið þakkar henni fyrir og samþykkir skóladagatalið.

2.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2019-2020

Málsnúmer 201904130Vakta málsnúmer

Skóladagatal Borgarhólsskóla skólaárið 2019-2020 er lagt fram til kynningar og samþykktar.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, deildarstjóri í Borgarhólsskóla gerði grein fyrir skóladagatali Borgarhólsskóla skólaárið 2019 - 2020. Ráðið þakkar henni fyrir og samþykkir skóladagatalið.

3.Áskorun vegna bólusetninga og smitsjúkdóma á Íslandi

Málsnúmer 201904133Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ósk um að börn sem ekki hafa hafið bólusetningarferli, verði ekki tekin inn á leikskóla sveitarfélagsins og að gerð verði krafa um að öll börn innan leikskólanna séu bólusett.
Fjölskylduráði hefur borist listi með 80 undirskriftum þar sem óskað er eftir að börn sem ekki hafa hafið bólusetningarferil verði ekki tekin inn í leikskóla sveitarfélgasins. Ráðið þakkar bréfriturum og þeim sem skrifuðu undir listann fyrir erindið. Þeir sem rita undir listann eru flestir foreldrar leikskólabarna á Húsavík. Síðan undirskriftarlistinn barst hafa einnig borist fyrirspurnir til sveitarfélagsins frá foreldrum barna í öðrum leikskólum innan sveitarfélagsins. Sambærileg erindi hafa auk þess borist öðrum sveitarfélögum og verið tekin til afgreiðslu þar.

Fjölskylduráð tekur heilshugar undir áhyggjur undirritaðra og þeirra sem leitað hafa til sveitarfélagsins vegna málanna. Ráðið telur mikilvægt að tryggja að öll börn í leikskólum sveitarfélagsins séu bólusett og tryggja þannig öryggi barnanna. Bólusetning er hins vegar í dag ekki skylduð með lögum.

Ráðið hefur beint fyrirspurn varðandi málið til skrifstofu sveitarstjórnarmála í Innanríkisráðuneytinu og frestar afgreiðslu þar til álit hefur borist.

4.Ottó Gunnarsson, Unufelli 31, Reykjavík óskar eftir enduruppbyggingu körfuboltavalla í Lundi og á Kópaskeri

Málsnúmer 201905026Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð þakkar bréfritara og tekur undir mál hans. Ráðið vísar málinu til Skipulags- og framkvæmdaráðs og óskar eftir að fjármagn verði sett í framkvæmdirnar á framkvæmdaáætlun 2020. Jafnframt bendir ráðið á að þörf er á að fjölga leiktækjum fyrir leikskólabörn í Lundi. Minnir ráðið auk þess á að í sumar stendur til að setja upp ærslabelg á Kópaskeri.

5.Velferðanefnd: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.

Málsnúmer 201905001Vakta málsnúmer

Tilagan lögð fram.

6.Verklagsreglur um afgreiðslu umsóknar um búsetuúrræði fyrir fatlaða

Málsnúmer 201905031Vakta málsnúmer

Verklagsreglur um afgreiðslu umsóknar um búsetuúrræði fyrir fatlaða
Fjölskylduráð samþykkir verklagsreglur um afgreiðslu umsóknar um búsetuúræði fyrir fatlaða með áorðnum breytingum.

7.Verklagsreglur umsóknar um þjónustu við fatlaða

Málsnúmer 201905033Vakta málsnúmer

Verklagsreglur umsóknar þjónustu við fatlaða
Fjölskylduráð samþykkir verklagsreglur umsóknar þjónustu við fatlaða með áorðnum breytingum.

8.Áskorun til sveitarfélaga

Málsnúmer 201904045Vakta málsnúmer

Áskorun til sveitarfélaga um að fara eftir ákvæðum reglugerðar nr 1250/2018 um framkvæmd notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.
Áskorunin lögð fram.

9.Reglur Norðurþings um NPA ( notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk )

Málsnúmer 201904125Vakta málsnúmer

Reglur Norðurþings um notendastýrða persónulega aðstoð NPA
Fjölskylduráð samþykkir reglur Norðurþings um notendastýrða persónulega aðstoð - NPA.

10.Siðareglur félagsþjónustu

Málsnúmer 201904126Vakta málsnúmer

Siðareglur starfsmanna félagsþjónustu Norðurþings
Fjölskylduráð samþykkir siðareglur starfsmanna félagsþjónustu Norðurþings.

11.Umsókn í lista og menningarsjóð 2019, tónleikar Tónsmiðjunnar

Málsnúmer 201905029Vakta málsnúmer

Tónasmiðjan sækir um 75.000 kr styrk úr lista og menningarsjóði Norðurþings til að halda tónleikana ,,Lífið er núna - rokkum gegn krabbameini" þann 26.maí 2019. Einnig er sótt um 75.000 kr vegna endurnýjunar á búnaði Tónasmiðjunar.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja tónleikana "Lífið er núna - rokkum gegn krabbameini" um kr. 60.000 úr Menningar- og listasjóði Norðurþings en synjar styrkveitingu vegna endurnýjunar á búnaði.

Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

12.Skáknámskeið fyrir ungmenni

Málsnúmer 201904123Vakta málsnúmer

Birkir Karl Sigurðsson sendir inn erindi þar sem hann óskar eftir því að halda skáknámskeið fyrir ungmenni í Norðurþingi.
Fjölskylduráð þakkar fyrir gott erindi en telur vorið óhentugan tíma fyrir skólabörn til skáknámskeiðishalds. Ráðið óskar eftir endurnýjuðu erindi þegar líður að hausti.

13.Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir afslætti fyrir félagsmenn sína í Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201905032Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Völsungur óskar eftr því að félagsmenn í Völsungi fái 15% afslátt af verði árskorta, 10 miða korta eða af stökum sundferðum.
Fjölskylduráð synjar erindi Völsungs. Ráðið ákveður að veita öllum íbúum sveitarfélagsins 15% afslátt af árskortum í Sundlaug Húsavíkur í 2 vikur, 1 viku fyrir opnun nýrrar vatnsrennibrautar og eina viku eftir opnun hennar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að auglýsa afsláttinn. Auk þess samþykkir ráðið að bjóða öllum börnum sveitarfélagsins 16 ára og yngri ókeypis í sund í eina viku eftir opnun vatnsrennibrautarinnar.

14.Húsnæðisáætlun Norðurþings 2018/2019

Málsnúmer 201811024Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur húsnæðisáætlun Norðurþings 2019-2026.
Fjölskylduráð samþykkir Húsnæðisáætlun Norðurþings 2019 - 2026.

Fundi slitið - kl. 15:30.