Fara í efni

Umsókn í lista og menningarsjóð 2019, tónleikar Tónsmiðjunnar

Málsnúmer 201905029

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 31. fundur - 06.05.2019

Tónasmiðjan sækir um 75.000 kr styrk úr lista og menningarsjóði Norðurþings til að halda tónleikana ,,Lífið er núna - rokkum gegn krabbameini" þann 26.maí 2019. Einnig er sótt um 75.000 kr vegna endurnýjunar á búnaði Tónasmiðjunar.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja tónleikana "Lífið er núna - rokkum gegn krabbameini" um kr. 60.000 úr Menningar- og listasjóði Norðurþings en synjar styrkveitingu vegna endurnýjunar á búnaði.

Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.