Fara í efni

Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir afslætti fyrir félagsmenn sína í Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201905032

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 31. fundur - 06.05.2019

Íþróttafélagið Völsungur óskar eftr því að félagsmenn í Völsungi fái 15% afslátt af verði árskorta, 10 miða korta eða af stökum sundferðum.
Fjölskylduráð synjar erindi Völsungs. Ráðið ákveður að veita öllum íbúum sveitarfélagsins 15% afslátt af árskortum í Sundlaug Húsavíkur í 2 vikur, 1 viku fyrir opnun nýrrar vatnsrennibrautar og eina viku eftir opnun hennar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að auglýsa afsláttinn. Auk þess samþykkir ráðið að bjóða öllum börnum sveitarfélagsins 16 ára og yngri ókeypis í sund í eina viku eftir opnun vatnsrennibrautarinnar.