Fara í efni

Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings 2020

Málsnúmer 202003022

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 58. fundur - 09.03.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar Afreks- og viðurkenningarsjóð vegna ársins 2019.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að uppfæra reglur Afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings í samræmi við nafnabreytingar samkvæmt samþykktum Norðurþings.

Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með fyrirvara um staðfestingu á uppfærðum reglum í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 100. fundur - 12.03.2020

Á 58. fundi fjölskylduráðs var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að uppfæra reglur Afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings í samræmi við nafnabreytingar samkvæmt samþykktum Norðurþings. Eingöngu er um að ræða nafnabreytingar vegna breytinga á samþykktum. Ráðið vísaði uppfærðum reglum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 61. fundur - 27.04.2020

Til umfjöllunar er Afreks og viðurkenningarsjóður Norðurþings sem auglýstur var opinn til umsóknar og rann frestur út þann 12. apríl síðastliðinn.
Engar umsóknir bárust í sjóðinn þetta árið og því verður ekkert úthlutað úr sjóðnum.