Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Jafnlaunavottun hjá Norðurþingi
201905025
Fjölskylduráði kynnt Jafnlaunavottun sem Norðurþingi var veitt með formlegum hætti af úttektaraðila Norðurþings, iCert í vikunni. Engin frávik eða athugasemdir komu fram við úttektina.
Brynja Rún Benediktsdóttir launafulltrúi Norðurþings gerði grein fyrir vinnu og verkferlum á bak við jafnlaunavottun sem Norðurþing fékk nú á dögunum. Ráðið lýsir yfir ánægju með jafnlaunavottunina og lítur á hana sem áskorun til að halda áfram á þessari braut. Ráðið þakkar Brynju fyrir góða kynningu.
Upplýsingar um jafnlaunavottun má finna á vef Stjórnarráðs Íslands - https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/jafnretti/jafnlaunavottun/
Upplýsingar um jafnlaunavottun má finna á vef Stjórnarráðs Íslands - https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/jafnretti/jafnlaunavottun/
2.Lista- og menningarsjóður Norðurþings 2020
202003020
Fjölskylduráð fjallar um auglýsingu vegna umsókna í Lista- og menningarsjóð Norðurþings.
Fjölmenningarfulltrúi kynnti fyrir ráðinu auglýsingu vegna umsókna í Lista-og menningarsjóð Norðurþings. Umsóknir eru afgreiddar á reglulegum fundum fjölskylduráðs.
3.Umsókn um styrk vegna kóramóts í Svíþjóð
202002136
Stúlknakór Húsavíkur sækir um styrk að upphæð 50.000 kr. vegna ferðar til Svíþjóðar í vor á norrænt kóramót. Þar fara stúlkurnar í söngsmiðjur og kynnast ólíkri tónlist frá ólíkum menningarheimum.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Stúlknakór Húsavíkur um upphæð 50.000 kr. vegna ferðar til Svíðþjóðar í vor.
4.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2020 - Tónleikar Tónasmiðjunnar
202003018
Tónasmiðjan sækir um 60.000 kr. styrk úr lista- og menningarsjóði Norðurþings til að halda tónleikanasýninguna ,,HETJUR" rokkum fyrir Umhyggju félags langveikra barna þann 24. maí n.k.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Tónasmiðjuna um upphæð 50.000 kr. úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings vegna tónleikasýningarinnar HETJUR.
Berglind Hauksdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Berglind Hauksdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
5.Skipurit félagsþjónustu
202002040
Fjölskylduráð fjallar um nýtt skipurit Félagsþjónustu Norðurþings 2020.
Félagsmálastjóri kynnti ráðinu nýtt skipurit Félagsþjónustu Norðurþings.
6.Þjálfunarheimilið Sólbrekka
202002092
Félagsmálastjóri kynnir starfsemi þjálfunarheimilisins Sólbrekku og skammtímadvalar.
Félagsmálastjóri kynnti starfsemi þjálfunarheimilisins Sólbrekku og skammtímadvalar.
7.Rekstur mötuneyta leik- og grunnskóla á Húsavík
202001072
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ráðgjöf Matartímans varðandi rekstur skólamötuneyta á Húsavík. Ráðið fjallaði um málið á 54.fundi sínum.
Fræðslufulltrúi kynnti fyrir ráðinu minnisblað frá Matartímanum ehf. varðandi rekstur skólamötuneyta á Húsavík. Ráðið felur fræðslufulltrúa að vinna málið áfram í samráði við Matartímann og skólastjórnendur.
8.Útivistardagur skólabarna í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar
202003010
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar útivistardag skólabarna í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar. Ráðið fjallið um málið á 57. fundi sínum.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra fyrirkomulag útivistardagsins í samráði við skólastjórnendur í Öxarfjarðaskóla og Grunnskóla Raufarhafnar.
9.Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings 2020
202003022
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar Afreks- og viðurkenningarsjóð vegna ársins 2019.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að uppfæra reglur Afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings í samræmi við nafnabreytingar samkvæmt samþykktum Norðurþings.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með fyrirvara um staðfestingu á uppfærðum reglum í sveitarstjórn.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúi að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með fyrirvara um staðfestingu á uppfærðum reglum í sveitarstjórn.
10.Frístund á Húsavík 2019-2020
201909025
Fjölskylduráði fjallar um drög að könnun sem senda á til foreldra barna í frístund um starfsemi frístundaheimilisins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að könnun og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá henni og senda foreldrum og/eða forráðarmönnum barna í Frístund á Húsavík.
Fundi slitið - kl. 15:50.
Hróðný Lund Félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1 og 5-6.
Kjartan Páll Þórarinsson sat fundinn undir lið 7-10.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 2-4.
Brynja Rún Benediktsdóttir launafulltrúi Norðurþings sat fundinn undir lið 1.