Fara í efni

Lista- og menningarsjóður Norðurþings 2020

Málsnúmer 202003020

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 58. fundur - 09.03.2020

Fjölskylduráð fjallar um auglýsingu vegna umsókna í Lista- og menningarsjóð Norðurþings.
Fjölmenningarfulltrúi kynnti fyrir ráðinu auglýsingu vegna umsókna í Lista-og menningarsjóð Norðurþings. Umsóknir eru afgreiddar á reglulegum fundum fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð - 59. fundur - 30.03.2020

Yfirferð á reglum lista- og menningarsjóðs með tilliti til umsókna sem þegar hafa borist til sjóðsins á árinu. Ekki er hægt að greiða út styrki úr lista- og menningarsjóði nema umsóknininni fylgi öll þau gögn sem óskað er eftir í reglunum.
Fjölskylduráð ítrekar að umsækjendur kynni sér reglur sjóðsins vel og skili viðeigandi fylgigögnum sem um er beðið.
Reglur sjóðsins má finna á vef Norðurþings.

Fjölskylduráð - 59. fundur - 30.03.2020

Fjölmenningarfulltrúi óskar eftir að Fjölskylduráð greiði 500.000 kr. inn á Lista- og menningarsjóð Norðurþings í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun Fjölskylduráðs vegna ársins 2020.
Samþykkt.