Fara í efni

Útivistardagur skólabarna í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar

Málsnúmer 202003010

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 57. fundur - 02.03.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar útivistardag á Húsavík fyrir skólabörn í grunnskólum austan Húsavíkur þar sem m.a. hægt væri að bjóða skólakrökkum á skíði í Reyðarárhnjúk.
Fjölskylduráð fjallaði um málið og felur íþrótta-og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að skoða útfærslu á deginum í samráði við skólastjórnendur.

Fjölskylduráð - 58. fundur - 09.03.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar útivistardag skólabarna í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar. Ráðið fjallið um málið á 57. fundi sínum.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra fyrirkomulag útivistardagsins í samráði við skólastjórnendur í Öxarfjarðaskóla og Grunnskóla Raufarhafnar.