Fara í efni

Frístund á Húsavík 2019-2020

Málsnúmer 201909025

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 41. fundur - 09.09.2019

Fyrir Fjölskylduráði liggur minnisblað um Frístund á Húsavík. Mikil fjölgun hefur verið af börnum í frístund á Húsavík ef miðað er við lok síðasta skólaárs.
Nú eru um 45 börn skráð í frístund og starfsemin komin að þolmörkum að mati Íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni frístundar og félagsmiðstöðva.
Fjölskylduráð fjallaði um frístund á Húsavík út frá minnisblaði frá íþrótta- og tómstundafulltrúa auk samtals við forstöðumann frístundar. Ráðið óskar eftir að vera vel upplýst um gang mála og þróun á starfinu. Málið verður tekið aftur upp á fundi ráðsins 30.september n.k.

Fjölskylduráð - 57. fundur - 02.03.2020

Til stendur að senda þjónustukönnun til foreldra barna sem eru með börn í frístundarvistun á Húsavík.
Fjölskylduráð fjallaði um þjónustukönnun til foreldra barna í Frístund á Húsavík. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram og kynna á næsta fundi ráðsins.

Fjölskylduráð - 58. fundur - 09.03.2020

Fjölskylduráði fjallar um drög að könnun sem senda á til foreldra barna í frístund um starfsemi frístundaheimilisins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að könnun og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá henni og senda foreldrum og/eða forráðarmönnum barna í Frístund á Húsavík.

Fjölskylduráð - 59. fundur - 30.03.2020

Til kynningar eru drög að spurningakönnun varðandi frístund á Húsavík.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leggja könnunina fyrir foreldra barna í frístund.

Fjölskylduráð - 61. fundur - 27.04.2020

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar niðurstöður skoðunarkönnunar sem send var á foreldra barna í frístund.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir góða þátttöku í könnuninni.
Ráðið leggur til að sambærileg könnun verði gerð árlega og nýtt til að efla starf frístundarheimilisins.