Fara í efni

Fjölskylduráð

41. fundur 09. september 2019 kl. 13:00 - 16:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
 • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Berglind Hauks varaformaður
 • Eiður Pétursson aðalmaður
 • Stefán Jón Sigurgeirsson varamaður
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
 • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
 • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
 • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kristjan Þór Magnússon sveitarstjóri stýrði fundi.
Berglind Hauksdóttir varaformaður fjölskylduráðs sat fundinn í síma.

Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 1-3.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 2-3 og 5-6.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 2-4.
Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur sat fundinn undir lið 1.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður frístunda og félagsmiðstöðva í Norðurþingi sat fundinn undir lið 5.

1.Ósk um að lögheimilissveitarfélag greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms

Málsnúmer 201908093Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms Páls Hlíðars Svavarssonar. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi ráðsins 2. september.
Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur kom fyrir ráðið og bauð ráðið hana velkomna til starfa og óskaði henni velfarnaðar í störfum.

Ráðið samþykkir erindi Tónlistarskóla Akureyrar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms viðkomandi nemanda á þeim grunni að nemandinn stundaði nám við Tónlistarskóla Húsavíkur, nemandinn er með lögheimili í Norðurþingi og að nám viðkomandi nemanda stendur honum ekki til boða eins og sakir standa við Tónlistarskóla Húsavíkur,þ.e. nám í rythmískum píanóleik á miðstigi.

Ráðið felur fræðslufulltrúa í samráði við skólastjóra Tónlistarskólans á Húsavík að taka saman drög að reglum sveitarfélagsins varðandi nemendur með lögheimili í Norðurþingi sem óska eftir að stunda tónlistarnám í tónlistarskólum í öðrum sveitarfélögum.

Til samræmis við þessa ákvörðun er fræðslufulltrúa falið að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði í samræmi við lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemanda til tónlistarnáms.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs þann 5. september var samþykkt úthlutun fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2020. Á fundinum var bókað;

"Byggðarráð vísar fjárhagsrömmum með áorðnum breytingum á fundinum til umfjöllunar í ráðum sveitarfélagsins."
Fjölskylduráð fjallaði um fjárhagsramma sviðsins vegna fjárhagsáætlunar 2020.
Stefnt er á að útkomuspá fyrir sviðið liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.

3.Forvarnarstefna Norðurþings

Málsnúmer 201901125Vakta málsnúmer

Forvarnarstefna Norðurþings er til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð fjallaði um Forvarnarstefnu Norðurþings og felur sveitarstjóra og sviðstjórum fjölskyldusviðs að funda með Þekkinganeti Þingeyinga um verkstjórn og útfærslur um aðgerðaráætlun í forvörnum til næstu ára og leggja fyrir ráðið á næsta fundi þess.

4.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.

Málsnúmer 201903082Vakta málsnúmer

Ítrekun frá Jafnréttisstofu á beiðni um jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.
Fjölskylduráð fjallaði um jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun sem sveitarfélagið þarf að setja sér fyrir n.k. áramót. Ráðið boðar til vinnufundar ráðsins n.k. mánudag.

5.Frístund á Húsavík 2019-2020

Málsnúmer 201909025Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggur minnisblað um Frístund á Húsavík. Mikil fjölgun hefur verið af börnum í frístund á Húsavík ef miðað er við lok síðasta skólaárs.
Nú eru um 45 börn skráð í frístund og starfsemin komin að þolmörkum að mati Íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni frístundar og félagsmiðstöðva.
Fjölskylduráð fjallaði um frístund á Húsavík út frá minnisblaði frá íþrótta- og tómstundafulltrúa auk samtals við forstöðumann frístundar. Ráðið óskar eftir að vera vel upplýst um gang mála og þróun á starfinu. Málið verður tekið aftur upp á fundi ráðsins 30.september n.k.

6.Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - rekstur

Málsnúmer 201908055Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræða um framtíðarfyrirkomulag á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn.
Fyrir nefndinni liggja aðsóknartölur fyrir árið 2018 og það sem af er árs 2019.
Fjölskylduráð fjallaði um framtíðarfyrirkomulag á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um framtíðarfyrirkomulag miðstöðvarinnar og eiga samtal við þá sem sýna á því áhuga. Endanlega ákvörðun um rekstrarfyrirkomulag miðstöðvarinnar liggur ekki fyrir.

Fundi slitið - kl. 16:40.