Fara í efni

Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.

Málsnúmer 201903082

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 27. fundur - 25.03.2019

Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skulu sveitarfélög setja sér jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Jafnréttisáætlanirnar skulu lagðar fram til samþykktar í sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Í jafnréttisáætlun sveitarfélags skal m.a. koma fram hvernig skuli unnið að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins.

Um sveitarfélög sem atvinnurekendur gildir einnig 2. mgr. 18. gr. laganna en þar er kveðið á um a ðfyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri skuli setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Sérstaklega skal þar kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig þeim skuli náð til að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í 19. - 22. gr. jafnréttislaga.

Jafnréttisstofa óskar hér með eftir því að fá afhenta jafnréttisáætlun sveitarfélagsins, ásamt framkvæmdaáætlun.
Félagsmálastjóra er falið að leggja drög að jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun 2019 - 2022 fyrir næsta fund ráðsins. Ráðið hvetur sveitarstjórn, ráð og nefndir sveitarfélagsins og stjórnendur hjá sveitarfélaginu að fylgja jafnréttisáætlun hverju sinni.






Fjölskylduráð - 36. fundur - 11.06.2019

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir Jafnréttisáætlun Norðurþings en kallað er eftir henni af stjórnvöldum.
Lagt fram.

Fjölskylduráð - 41. fundur - 09.09.2019

Ítrekun frá Jafnréttisstofu á beiðni um jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.
Fjölskylduráð fjallaði um jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun sem sveitarfélagið þarf að setja sér fyrir n.k. áramót. Ráðið boðar til vinnufundar ráðsins n.k. mánudag.

Fjölskylduráð - 47. fundur - 04.11.2019

Fyrir fjölskylduráði liggur jafnréttisáætlun Norðurþings 2019-2022 með ábendingum Jafnréttisstofu.
Jafnréttisstofa bendir á að í byrjun desember muni Jafnréttisstofa og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála vera með námskeið um gerð jafnréttisáætlana og kynjasamþættingu. Markhópurinn er sveitarstjórnarfólk, stjórnendur og sviðsstjórar sveitarfélaga.
Fyrir fjölskylduráði liggur að visa jafnréttisáætluninni til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.
Málinu frestað um viku.

Fjölskylduráð - 48. fundur - 11.11.2019

Fyrir fjölskylduráði liggur jafnréttisáætlun Norðurþings 2019-2022 með ábendingum Jafnréttisstofu.
Jafnréttisstofa bendir á að í byrjun desember muni Jafnréttisstofa og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála vera með námskeið um gerð jafnréttisáætlana og kynjasamþættingu. Markhópurinn er sveitarstjórnarfólk, stjórnendur og sviðsstjórar sveitarfélaga.
Fyrir fjölskylduráði liggur að vísa jafnréttisáætluninni til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings
Fjölskylduráð samþykkir Jafnréttisáætlun Norðurþings 2019-2022 og framkvæmdaáætlun og vísar henni til sveitarstjórnar.

Byggðarráð Norðurþings - 308. fundur - 14.11.2019

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar jafnréttisáætlun Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkti jafnréttisáætlun 2019-2022 ásamt framkvæmdaáætlun á fundi sínum þann 11. nóvember s.l. og vísaði henni til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 97. fundur - 04.12.2019

Fjölskylduráð vísaði á 48. fundi sínum jafnréttisáætlun Norðurþings til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tóku Heiðbjört Þóra, Hjálmar Bogi og Kolbrún Ada.

Samþykkt samhljóða.