Fjölskylduráð

27. fundur 25. mars 2019 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauksdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 7-10.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 3,4 og 6.
Fanney Hreinsdóttir deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu sat fundinn undir lið 5.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri Grænuvalla sat fundinn undir lið 1 og 2.
Helga Dögg Aðalsteinsdóttir fulltrúi foreldraráðs Grænuvalla sat fundinn undir lið 1.

1.Grænuvellir - Starfsmannakönnun 2019

201903064

Lögð er fram til kynningar starfsmannakönnun starfsmanna Grænuvalla
Skólastjóri Grænuvalla kynnti sarfsmannakönnun starfsmanna Grænuvalla. Ráðið þakkar henni fyrir.

2.Tillaga um breytingu á systkinaafslætti gjaldskrár leikskóla Norðurþings

201903059

Á 90. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað: Helena Eydís Ingólfsdóttir leggur til eftirfarandi:

Tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskóla Norðurþings

Lagt er til að gerð verði breyting á systkinaafslætti gjaldskrár leikskóla Norðurþings á þann veg að veittur verði 100% afsláttur af vistunargjaldi vegna þriðja barns í stað 75% afsláttar eins og nú er.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Fjölskylduráð fagnar breytingu á systkinaafslætti gjaldskrár leikskóla Norðurþings og felur fræðslufulltrúa að uppfæra gjaldskrá leikskóla í samræmi við samþykkta breytingu.

3.Félagslegar íbúðir

201805310

Einstaklingur sækir um undanþágu frá reglum um félagslegt leiguhúsnæði Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir að veita undanþágu frá reglum um félagslegt leiguhúsnæði Norðurþings.

4.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.

201903082

Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skulu sveitarfélög setja sér jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Jafnréttisáætlanirnar skulu lagðar fram til samþykktar í sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Í jafnréttisáætlun sveitarfélags skal m.a. koma fram hvernig skuli unnið að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins.

Um sveitarfélög sem atvinnurekendur gildir einnig 2. mgr. 18. gr. laganna en þar er kveðið á um a ðfyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri skuli setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Sérstaklega skal þar kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig þeim skuli náð til að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í 19. - 22. gr. jafnréttislaga.

Jafnréttisstofa óskar hér með eftir því að fá afhenta jafnréttisáætlun sveitarfélagsins, ásamt framkvæmdaáætlun.
Félagsmálastjóra er falið að leggja drög að jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun 2019 - 2022 fyrir næsta fund ráðsins. Ráðið hvetur sveitarstjórn, ráð og nefndir sveitarfélagsins og stjórnendur hjá sveitarfélaginu að fylgja jafnréttisáætlun hverju sinni.


5.Ferðaþjónusta fatlaðra

201502082

Nýjar reglur um akstursþjónustu við fatlaða
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um akstursþjónustu fatlaðra og vísar þeim til sveitarstjórnar.

6.Fötlunarráð 2018-2022

201811036

Önnur fundargerð Fötlunarráðs Norðurþings lögð fram til kynningar og umræðu.
Fundargerð fötlunarráðs lögð fram.

7.Frístundastyrkir 2019

201811067

Ungmennafélagið Austri á Raufarhöfn óskar eftir því að 6 vikna Yoga námskeið sem félagið stendur fyrir verði styrkhæf í frístundastyrkjum Norðurþings. Umrædd námskeið eru of stutt miðað við gildandi reglur sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð samþykkir að veita undanþágu frá reglum um frístundastyrki í ljósi takmarkaðs framboðs á frístundarstarfi á Raufarhöfn.

8.Vinnuskóli Norðurþings 2019

201903097

Til umfjöllunar er fyrirkomulag á vinnuskóla Norðurþings sumarið 2019
Fyrirkomulag Vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2019 kynnt. Ráðið samþykkir að hækka laun í Vinnuskólanum um 3% frá fyrra ári. Vinnuskóli verður í boði fyrir árgang 2004 í fimm vikur, árgang 2005 í fjórar vikur og árgang 2006 í þrjár vikur.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna málið áfram og opna fyrir umsóknir sem allra fyrst.


9.Golfklúbbur Húsavíkur samningsmál 2019

201903098

Golfklúbbur Húsavíkur óskar eftir viðræðum við Norðurþing um nýjan samstarfs og styrktarsamning. Samningur við félagið rann út þann 31.12.2018
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja viðræður við Golfklúbb Húsavíkur um endurnýjun á samstarfs- og styrktarsamningi á milli Norðurþings og GH.

10.Árskýrsla HSÞ 2018

201903099

Til kynningar er ársskýrsla HSÞ 2018.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti ársskýrslu HSÞ fyrir árið 2018.

Fundi slitið - kl. 16:00.