Fara í efni

Frístundastyrkir 2019

Málsnúmer 201811067

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 13. fundur - 19.11.2018

Til umræðu eru frístundastyrkir til barna og ungmenna fyrir árið 2019.
Fjölskylduráð samþykkir að frístundastyrkir barna verði hækkaðir úr 6.000 kr. í 10.000 kr. frá og með 1. janúar næstkomandi.
Með þessu vill ráðið stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu frístundastarfi sem að mati ráðsins hefur mikið gildi þegar kemur að forvörnum, góðri heilsu og velferð barna og ungmenna. Gert hefur verið ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2019.

Fjölskylduráð - 18. fundur - 07.01.2019

Til umfjöllunar eru reglur um frístundastyrki í Norðurþingi fyrir árið 2019.
Fjölskylduráð fjallaði um reglur um frístundastyrki í Norðurþingi 2019 og uppfærði þær. Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 88. fundur - 22.01.2019

Á 18. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð fjallaði um reglur um frístundastyrki í Norðurþingi 2019 og uppfærði þær. Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.
Til máls tóku: Helena og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um Frístundastyrki 2019.

Fjölskylduráð - 27. fundur - 25.03.2019

Ungmennafélagið Austri á Raufarhöfn óskar eftir því að 6 vikna Yoga námskeið sem félagið stendur fyrir verði styrkhæf í frístundastyrkjum Norðurþings. Umrædd námskeið eru of stutt miðað við gildandi reglur sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð samþykkir að veita undanþágu frá reglum um frístundastyrki í ljósi takmarkaðs framboðs á frístundarstarfi á Raufarhöfn.