Fara í efni

Tillaga um breytingu á systkinaafslætti gjaldskrár leikskóla Norðurþings

Málsnúmer 201903059

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 90. fundur - 19.03.2019

Helena Eydís Ingólfsdóttir leggur til eftirfarandi:

Tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskóla Norðurþings

Lagt er til að gerð verði breyting á systkinaafslætti gjaldskrár leikskóla Norðurþings á þann veg að veittur verði 100% afsláttur af vistunargjaldi vegna þriðja barns í stað 75% afsláttar eins og nú er.
Til máls tóku: Helena Eydís, Örlygur Hnefill og Bergur Elías.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

Fjölskylduráð - 27. fundur - 25.03.2019

Á 90. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað: Helena Eydís Ingólfsdóttir leggur til eftirfarandi:

Tillaga um breytingu á gjaldskrá leikskóla Norðurþings

Lagt er til að gerð verði breyting á systkinaafslætti gjaldskrár leikskóla Norðurþings á þann veg að veittur verði 100% afsláttur af vistunargjaldi vegna þriðja barns í stað 75% afsláttar eins og nú er.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.
Fjölskylduráð fagnar breytingu á systkinaafslætti gjaldskrár leikskóla Norðurþings og felur fræðslufulltrúa að uppfæra gjaldskrá leikskóla í samræmi við samþykkta breytingu.