Fara í efni

Golfklúbbur Húsavíkur samningsmál 2019

Málsnúmer 201903098

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 27. fundur - 25.03.2019

Golfklúbbur Húsavíkur óskar eftir viðræðum við Norðurþing um nýjan samstarfs og styrktarsamning. Samningur við félagið rann út þann 31.12.2018
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja viðræður við Golfklúbb Húsavíkur um endurnýjun á samstarfs- og styrktarsamningi á milli Norðurþings og GH.

Fjölskylduráð - 30. fundur - 29.04.2019

Viðræður um nýjan samstarfssamning og styrktarsamning við Golfklúbb Húsavíkur eru hafnar.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti stöðu samninga við Golfklúbb Húsavíkur.

Fjölskylduráð - 36. fundur - 11.06.2019

Íþrótta- og tómstundarfulltrúi kynnir stöðu samnings við Golfklúbb Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að halda áfram samtali við GH um samninginn.

Fjölskylduráð - 37. fundur - 24.06.2019

Fyrir fjölskylduráði liggja lokadrög að samningi við Golfklúbb Húsavíkur.
Fjölskylduráð fjallaði um lokadrög að samningi við Golfklúbbi Húsavíkur. Ráðið samþykkir drögin og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ljúka samningi við Golfklúbb Húsavíkur.