Fara í efni

Fjölskylduráð

30. fundur 29. apríl 2019 kl. 13:00 - 15:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson varamaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir Þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir lið 2-3.
Magnús Matthíasson skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 4-5.
Stefán L. Rögnvaldsson vék af fundi kl. 15:10.
Hróðný Lund félagsmálafulltrúi sat fundinn undir lið 1-8.
Jón Höskuldsson fræðslu- og menningarfulltrúi sat fundinn undir lið 1-8.

1.Kynning á starfsháttum - Brothættar byggðir

Málsnúmer 201903102Vakta málsnúmer

Charlotta Englund kemur á fundinn og kynnir starfshætti - Brothættar byggðir.
Farið var yfir starfsmakmið Öxarfjarðar í sókn. Ráðið þakkar Charlottu kærlega fyrir komuna.

2.Ársreikningur Félagslegra íbúða 2018

Málsnúmer 201904110Vakta málsnúmer

Drög að Ársreikningi Félagslegra íbúða 2018 lögð fram.
Fjármálastjóri fór yfir ársreikninga félagslegra íbúða fyrir 2018.

3.Ársreikningur Norðurþings 2018

Málsnúmer 201904002Vakta málsnúmer

Ársreikningur Norðurþings 2018 lagður fram til kynningar.
Fjármálastjóri fór yfir málaflokka fjölskylduráðs úr ársreikningi Norðurþings auk þess sem ársreikningurinn í heild sinni var lagður fram til kynningar.

4.Efling skólastarfs

Málsnúmer 201903006Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið. Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir kynningarfundi hans og starfsmanns Tröppu um eflingu skólastarfs á Raufarhöfn með starfsfólki og foreldrum nemenda við Grunnskóla Raufarhafnar og Leikskólann Krílabæ. Fundurinn var haldinn í Grunnskóla Raufarhafnar fimmtudaginn 11. apríl sl.
Magnús Matthíasson skólastjóri á Raufarhöfn kynnti í gegnum síma, niðurstöður fundarins. Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að auglýsa stöðu skólastjóra Grunnskólans á Raufarhöfn.

5.Rannsóknarstöðin Rif - Samningur um uppbyggingu og nýtingu aðstöðu

Málsnúmer 201904069Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar drög að samningi við Rannsóknarstöðina Rif um frekari uppbyggingu og nýtingu rannsóknaraðstöðu í Grunnskólanum á Raufarhöfn. Samningurinn byggir á samþykki fræðslunefndar Norðurþings á erindi Rannsóknarstöðvarinnar frá 2017 um uppbyggingu rannsóknaraðstöðu í Grunnskóla Raufarhafnar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi við Rannsóknarstöðina Rif og felur skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar að ganga frá samningum og undirrita f.h. sveitarfélagsins.

6.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis: til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.

Málsnúmer 201904063Vakta málsnúmer

Frumvarp lagt til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Allsherjar- og menntamálanefnd: til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla, 798.mál.

Málsnúmer 201904064Vakta málsnúmer

Frumvarp lagt til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

8.Jafnréttismál ýmis erindi 2019

Málsnúmer 201904091Vakta málsnúmer

Staða Jafnréttisáætlunar Norðurþings 2019-2022 til kynningar.
Fjölskylduráð opnaði umræðu um jafnréttisáætlun Norðurþings 2019-2022 og mun vinna að stefnunni á vinnufundi 13. maí á Raufarhöfn.

9.Ungmennaráð Norðurþings 2019-2020

Málsnúmer 201902090Vakta málsnúmer

Til umræðu eru drög unnin af íþrótta- og tómstundarfulltrúa um breytt starfsfyrirkomulag ungmennaráðs.
Fjölskylduráði líst vel á drög að nýju ungmennaráði. Lagt er upp með að halda tvö ungmennaþing með þjóðfundarfyrirkomulagi á hverju ári. Skipulag ungmennaþinga er á hendi þeirra samráðsvettvanga sem þegar eru til staðar í Norðurþingi, eins og til dæmis nemandafélög og skólafélög.

Málinu er vísað til frekari umræðu í sveitarstjórn.
Einnig er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram.

10.Golfklúbbur Húsavíkur samningsmál 2019

Málsnúmer 201903098Vakta málsnúmer

Viðræður um nýjan samstarfssamning og styrktarsamning við Golfklúbb Húsavíkur eru hafnar.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti stöðu samninga við Golfklúbb Húsavíkur.

11.Sundlaugin í Lundi 2019

Málsnúmer 201904111Vakta málsnúmer

Sundlaugin í Lundi hefur verið rekin af rekstaraðila undanfarin 2 sumur. Núverandi rekstaraðili hefur áhuga á að halda rekstrinum áfram sumarið 2019.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningi við núverandi rekstraraðila og hafa skýr ákvæði um öryggismál í samningnum.

12.LAN-dsmót 2019

Málsnúmer 201904108Vakta málsnúmer

LAN-dsmót Samfés og félagsmiðstöðva Kópavogsbæjar verður haldið 4.-5. maí í íþróttahúsinu Digranesi. Þessi rafíþróttaviðburður er fyrir ungt fólk á aldrinum 13-25 ára.
Markmið viðburðarins er m.a. að ná til ungs fólks, draga úr félagslegri einangrun og stuðla að jákvæðri þróun í rafíþróttum. Þátttakendur geta tekið þátt í og spilað CS:OG, R6S, Fortnite, LoL og FIFA.
Lagt fram til kynningar.

13.Ósk um styrk vegna æfingaferðar ungmenna í blaki.

Málsnúmer 201904095Vakta málsnúmer

Barna- og unglingaráð blakdeildar Völsungs eftir fjárstyrk vegna fyrirhugaðrar æfingaferðar í blakbúðir í Serbíu vikuna 23.-30. júní 2019. Um er að ræða 14 börn á aldrinum á aldrinum 12-15 ára.
Fjölskylduráð synjar erindinu.

14.Tillaga að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík

Málsnúmer 201902055Vakta málsnúmer

Á 91. fundi Sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi tillaga samþykkt: Örlygur Hnefill leggur til að erindi B og E lista verði vísað til umræðu í fjölskylduráði.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður frístunda- og félagsmiðstöðva í Norðurþingi kom á fundinn.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og formanni fjölskylduráðs að útbúa minnisblað um mögulegar leiðir vegna uppbyggingar aðstöðu fyrir frístunda- og félagsmiðstöð.

Fundi slitið - kl. 15:40.