Fara í efni

Ársreikningur Norðurþings 2018

Málsnúmer 201904002

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 287. fundur - 11.04.2019

Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi kemur á fund byggðarráðs og fer yfir drög að ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2018.
Byggðarráð þakkar Ragnari Jóhanni fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi 2018.
Byggðarráð vísar ársreikningi Norðurþings 2018 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019

Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi hjá Deloitte ehf. kemur á fund sveitarstjórnar og kynnir ársreikning Norðurþings 2018.
Ársreikningurinn er lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Ragnar Jóhann Jónsson gerði grein fyrir ársreikningnum.
Ársreikningnum vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.

Fjölskylduráð - 30. fundur - 29.04.2019

Ársreikningur Norðurþings 2018 lagður fram til kynningar.
Fjármálastjóri fór yfir málaflokka fjölskylduráðs úr ársreikningi Norðurþings auk þess sem ársreikningurinn í heild sinni var lagður fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 30. fundur - 30.04.2019

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja ársreikningar Norðurþings, Þjónustumiðstöðvar Norðurþings og Eignasjóðs Norðurþings til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 92. fundur - 14.05.2019

Ársreikningurinn er lagður fram til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Kristján Þór fór yfir ársreikninginn.

Kristján Þór leggur fram eftirfarandi bókun;
Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings lýsir yfir ánægju með ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2018. Niðurstaðan er staðfesting á að vel hafi tekist til við að koma sveitarfélaginu í sóknarstöðu í kjölfar uppbyggingar atvinnulífsins á síðustu árum. Íbúafjölgunin á síðustu árum er afar jákvæð á sama tíma og okkur hefur tekist að halda stöðugildafjölda hjá sveitarfélaginu nánast óbreyttum þrátt fyrir aukið álag. Tekjur hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár og lántökum verið haldið í lágmarki. Ársreikningurinn sýnir að helstu kennistærðir í rekstri sveitarfélagins eru vel ásættanlegar. Skuldahlutfall samstæðunnar er komið niður í 71% í A-hluta samstæðunnar og 94% í A og B samantekið. Skuldir hafa aðeins aukist um 0,2% í A-hluta og 2,4% í samstæðunni frá árinu 2015, á meðan að rekstrartekjur hafa aukist um 40% yfir sama tímabil. Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til starfsmanna sveitarfélagsins sem stóðu sig vel á síðasta ári við að veita góða þjónustu í samræmi við það fjármagn sem áætlanir sveitarstjórnar gerðu ráð fyrir. Mannauður Norðurþings er forsenda fyrir áframhaldandi góðum rekstri og eflingu þjónustu við íbúa.

Kristján Þór Magnússon
Örlygur Hnefill Örlygsson
Heiðbjört Ólafsdóttir
Óli Halldórsson
Silja Jóhannesdóttir

Til máls tók; Óli

Ársreikningurinn borinn undir atkvæði,
hann samþykktur með atkvæðum meirihluta, minnihluti sveitarstjórnar sat hjá.