Fjölskylduráð

36. fundur 11. júní 2019 kl. 13:00 - 15:37 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
  • Berglind Hauks aðalmaður
  • Eiður Pétursson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1-7.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 6-8.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 11.
Sigríður Hauksdóttir Verkefnastjóri - virkni sat fundinn undir lið 1 og 2.
Marzenna Cybulska Verkefnastjóri búsetu sat fundinn undir lið 2.
Örlygur Hnefill Örlygsson sat fundinn í síma undir lið 1-2.

1.Inngildandi frístundastarf

201906015

Sigríður Hauksdóttir verkefnastjóri - virkni, kynnir inngildandi frístundastarf í Norðurþingi.
Sigríður Hauksdóttir verkefnastjóri - virkni, kynnti fyrir ráðinu aðferðafræði inngildandi frístundarstarfs(frístund án aðgreiningar) og möguleikum þess í Norðurþingi. Ráðið þakkar fyrir kynninguna. Íþrótta- og tómstundafulltrúa og félagsmálastjóra er falið að mynda starfshóp um inngildandi frístundastarf í Norðurþingi.

2.Framtíðarsýn í búsetumálum / þjónustu við fatlaða

201906017

Félagsmálastjóri leggur fram minnisblað um framtíðarsýn í búsetumálum fatlaðra í sveitarfélaginu.
Félagsmálastjóri og verkefnastjóri búsetu kynntu minnisblað um framtíðarsýn og stöðu í búsetumálum fatlaðra í sveitarfélaginu. Ráðið telur brýnt að ráðist verði í frekari uppbyggingu í búsetumálum fatlaðra. Ráðið felur félagsmálastjóra að vinna kostnaðaráætlun vegna byggingu íbúðakjarna og leggja fyrir fjölskylduráð og skipulags- og framkvæmdaráð. Einnig felur ráðið félagsmálastjóra að sækja um viðauka vegna 3ja stöðugilda í búsetuþjónustu við fatlaða.

3.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.

201903082

Félagsmálastjóri gerir grein fyrir Jafnréttisáætlun Norðurþings en kallað er eftir henni af stjórnvöldum.
Lagt fram.

4.Velferð barna - hvatning um heildstætt og samræmt verklag

201905106

Á 290. fundi Byggðarráðs Norðurþings var erindi frá Unicef tekið fyrir þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum og eftirfarandi bókað: Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð þakkar UNICEF á Íslandi fyrir erindið. Ráðið bendir á að Norðurþing starfar eftir verkáætlun um barnavernd og þar er kveðið ríkt á um verklag tengt ofbeldi gegn börnum. Norðurþing er einnig í samstarfi við lögregluna um verkefnið "Að halda glugganum opnum" sem er samstarfsverkefni gegn heimilisofbeldi.

5.Félagslegar íbúðir

201906018

Umsókn um undanþágu í félagslegu húsnæðiskerfi
Fjölskylduráð samþykkir undanþáguna.

6.Herning Model / Fjölskylduþjónusta

201906014

Félagsmálastjóri og fræðslufulltrúi kynna Herning Módelið sem er þverfaglegt samstarf í málefnum barna og ungmenna og foreldra/forráðamanna þeirra. Stefnt er á að mynda slíkt teymi á Fjölskyldusviði Norðurþings. Ljóst er að sækja þarf um viðauka vegna aukins starfshlutfalls sálfræðings við teymið.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra og fræðslufulltrúa að sækja um viðauka vegna 50% stöðu sálfræðings vegna vinnu tengdri Herningsmódelinu.

7.Skólaþjónusta Norðurþings - Aukning starfshlutfalls sálfræðinga.

201806108

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um aukningu starfshlutfalls sálfræðinga hjá Skólaþjónustu Norðurþings.
Í ljósi afgreiðslu fyrr á þessum fundi um Herningsmódelið (mál nr. 6) mun sú aukning sem hér er óskað eftir (15% starfshlutfall)falla inn í þann viðauka.

8.Grunnskóli Raufarhafnar - Ráðning skólastjóra

201905030

Fræðslufulltrúi kynnir niðurstöðu ráðningar skólastjóra á Raufarhöfn.
Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir ráðningu Hrundar Ásgeirsdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar.
Fjölskylduráð fagnar ráðningunni og býður Hrund velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar í starfi.

9.Greiðslur og reglur um stuðningsfjölskyldur, samkvæmt lögum nr. 38/2018,

201905038

Félagsmálastjóri leggur fyrir ráðið samþykkt um greiðslur til stuðningsfjölskyldna, samkvæmt lögum nr. 38/2018.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar greiðslur til stuðningsfjölskyldna í Norðurþingi. Ráðið hvetur íbúa Norðurþings til þess að gerast stuðningsfjölskylda.

10.Áskorun vegna bólusetninga og smitsjúkdóma á Íslandi

201904133

Málið var á dagskrá á 31. fundi fjölskylduráðs og því frestað. Eftirfarandi var bókað: Fjölskylduráði hefur borist listi með 80 undirskriftum þar sem óskað er eftir að börn sem ekki hafa hafið bólusetningarferil verði ekki tekin inn í leikskóla sveitarfélgasins. Ráðið þakkar bréfriturum og þeim sem skrifuðu undir listann fyrir erindið. Þeir sem rita undir listann eru flestir foreldrar leikskólabarna á Húsavík. Síðan undirskriftarlistinn barst hafa einnig borist fyrirspurnir til sveitarfélagsins frá foreldrum barna í öðrum leikskólum innan sveitarfélagsins. Sambærileg erindi hafa auk þess borist öðrum sveitarfélögum og verið tekin til afgreiðslu þar. Fjölskylduráð tekur heilshugar undir áhyggjur undirritaðra og þeirra sem leitað hafa til sveitarfélagsins vegna málanna. Ráðið telur mikilvægt að tryggja að öll börn í leikskólum sveitarfélagsins séu bólusett og tryggja þannig öryggi barnanna. Bólusetning er hins vegar í dag ekki skylduð með lögum. Ráðið hefur beint fyrirspurn varðandi málið til skrifstofu sveitarstjórnarmála í Innanríkisráðuneytinu og frestar afgreiðslu þar til álit hefur borist.
Fyrirspurn formanns ráðsins til Innanríkisráðuneytisins hefur ekki verið svarað.
Fjölskylduráð tekur eins og áður heilshugar undir áhyggjur undirritaðra og þeirra sem leitað hafa til sveitarfélagsins. Ráðið telur mikilvægt að tryggja að öll börn í leikskólum sveitarfélagsins séu bólusett og tryggja þannig öryggi barnanna. Bólusetning er hins vegar í dag ekki skylduð með lögum. Ráðið sér sér því ekki fært um að neita börnum inngöngu í leikskóla Norðurþings af þeirri ástæðu að þau séu ekki bólusett.

11.Golfklúbbur Húsavíkur samningsmál 2019

201903098

Íþrótta- og tómstundarfulltrúi kynnir stöðu samnings við Golfklúbb Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að halda áfram samtali við GH um samninginn.

Fundi slitið - kl. 15:37.