Fara í efni

Inngildandi frístundastarf

Málsnúmer 201906015

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 36. fundur - 11.06.2019

Sigríður Hauksdóttir verkefnastjóri - virkni, kynnir inngildandi frístundastarf í Norðurþingi.
Sigríður Hauksdóttir verkefnastjóri - virkni, kynnti fyrir ráðinu aðferðafræði inngildandi frístundarstarfs(frístund án aðgreiningar) og möguleikum þess í Norðurþingi. Ráðið þakkar fyrir kynninguna. Íþrótta- og tómstundafulltrúa og félagsmálastjóra er falið að mynda starfshóp um inngildandi frístundastarf í Norðurþingi.

Fjölskylduráð - 37. fundur - 24.06.2019

Á 36. fundi fjölskylduráðs var eftirafarandi mál bókað:
Sigríður Hauksdóttir verkefnastjóri - virkni, kynnti fyrir ráðinu aðferðafræði inngildandi frístundarstarfs(frístund án aðgreiningar) og möguleikum þess í Norðurþingi. Ráðið þakkar fyrir kynninguna. Íþrótta- og tómstundafulltrúa og félagsmálastjóra er falið að mynda starfshóp um inngildandi frístundastarf í Norðurþingi.

Ráðið hefur málið til umfjöllunar á ný.
Á fundi fjölskylduráðs þann 11. júní s.l. var íþrótta- og tómstundafulltrúa og félagsmálastjóra falið að mynda starfshóp um inngildandi frístundastarf í Norðurþingi. Ráðið óskar eftir því að starfshópurinn verði skipaður forstöðumanni frístundar, verkefnisstjóra - Virkni og fulltrúa Íþróttafélagsins Völsungs og að fulltrúar í starfshópnum komi á fund fjölskylduráðs þann 1. júlí n.k.

Fjölskylduráð - 38. fundur - 01.07.2019

Fyrir ráðið kemur starfshópur um Inngildandi frístundastarf í Norðurþingi. Málið var áður á dagskrá á 36. og 37. fundi ráðsins.
Á fundi fjölskylduráðs þann 11. júní s.l. var íþrótta- og tómstundafulltrúa og félagsmálastjóra falið að mynda starfshóp um inngildandi frístundastarf í Norðurþingi. Ráðið óskar eftir því að starfshópurinn verði skipaður forstöðumanni frístundar, verkefnisstjóra - Virkni og fulltrúa Íþróttafélagsins Völsungs og að fulltrúar í starfshópnum komi á fund fjölskylduráðs þann 1. júlí n.k.

Þessi verkefnahópur kom fyrir ráðið og ræddu hugmyndir að framtíðarstarfi inngildandi frístundastarfs (frístund án aðgreiningar) í Norðurþingi. Ákveðið var að hópurinn myndi halda sinn fyrsta fund fyrir 6.júlí. Verkefnahópinn skipa Jónas Halldór Friðriksson, Kristinn Lúðvíksson og Sigríður Hauksdóttir.