Fara í efni

Fjölskylduráð

38. fundur 01. júlí 2019 kl. 13:00 - 14:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Hnefill Örlygsson formaður
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 - 4.
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 5 og 6.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 7 og 8.
Kristinn Lúðvíksson forstöðumaður frístunda- og félagsmálastöðva í Norðurþingi sat fundinn undir lið 1 og 2.
Jónas Friðrik Halldórsson framkvæmdastjóri Völsungs sat fundinn undir lið 1.
Sigríður Hauksdóttir Verkefnastjóri - virkni sat fundinn undir lið nr. 1.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri sat fundinn undir lið 6.

1.Inngildandi frístundastarf

Málsnúmer 201906015Vakta málsnúmer

Fyrir ráðið kemur starfshópur um Inngildandi frístundastarf í Norðurþingi. Málið var áður á dagskrá á 36. og 37. fundi ráðsins.
Á fundi fjölskylduráðs þann 11. júní s.l. var íþrótta- og tómstundafulltrúa og félagsmálastjóra falið að mynda starfshóp um inngildandi frístundastarf í Norðurþingi. Ráðið óskar eftir því að starfshópurinn verði skipaður forstöðumanni frístundar, verkefnisstjóra - Virkni og fulltrúa Íþróttafélagsins Völsungs og að fulltrúar í starfshópnum komi á fund fjölskylduráðs þann 1. júlí n.k.

Þessi verkefnahópur kom fyrir ráðið og ræddu hugmyndir að framtíðarstarfi inngildandi frístundastarfs (frístund án aðgreiningar) í Norðurþingi. Ákveðið var að hópurinn myndi halda sinn fyrsta fund fyrir 6.júlí. Verkefnahópinn skipa Jónas Halldór Friðriksson, Kristinn Lúðvíksson og Sigríður Hauksdóttir.

2.Starfsdagatal frístundar á Húsavík 2019 - 2020

Málsnúmer 201906054Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur starfsdagatal frístundar á Húsavík fyrir skólaárið 2019-2020.
Málið var einnig til umfjöllunar á 37. fundi ráðsins.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi starfsdagatal frístundar á Húsavík fyrir skólaárið 2019-2020 með áorðnum breytingum.

3.Reglur um útleigu á íþróttamannvirkjum og félagsheimilum Norðurþings

Málsnúmer 201906058Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur fram uppfærðar reglur um útleigu á íþróttamannvirkjum og félagsheimilum Norðurþings. Málið var áður á dagskrá á 37. fundi fjölskylduráðs.
Ráðið fjallaði um málið á 37. fundi þess þar sem íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að leggja uppfærðar reglur fyrir ráðið.

Fjölskylduráð leggur til að Norðurþing setji sér eftirfarandi reglur varðandi útleigu á íþróttahúsum og félagsheimilum í sinni eigu:

Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára.

Séu félagsheimili eða íþróttahús í umsjón rekstaraðila verði gerðir viðaukar við samninga sem tryggja að eftir þessu sé farið.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að koma reglunum til framkvæmdar þegar í stað í þeim mannvirkjum er heyra undir hann.

Ráðið vekur ennfremur athygli skipulags- og framkvæmdarsviðs á reglum þessum.
Ráðið vísar málinu til byggðarráðs sem fer með samningsmál við rekstraraðila eigna Norðurþings.

4.Kvikmynduð tónleikaferð Önnu Jónsdóttur - umsókn í lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201906088Vakta málsnúmer

Anna Jónsdóttir, sópransöngkona, sækir um 100.000 kr styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna tónleikaferðar um landið. Anna hyggst koma fram við Botnstjörn í Ásbyrgi þann 18. júlí. Frítt er á tónleikana.
Verkefnið hefur fengið styrk frá finnska menningarsjóðnum.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Önnu Jónsdóttir 25.000 kr. úr Lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna tónleikaferðar um landið og þar á meðal við Botnstjörn í Ásbyrgi þann 18. júlí n.k.

5.Stórsókn stjórnvalda í menntamálum - Upplýsingar til sveitarfélag um nýtt starfsheiti leiðsagnarkennara

Málsnúmer 201906080Vakta málsnúmer

Í tengslum við stórsókn stjórnvalda í menntamálum boðar menntamálaráðherra aðgerðir til að efla nýliðun í kennaranámi fjölga þeim sem útskrifast á réttum tíma og halda í þá kennara sem þegar eru í starfi á vettvangi leik- og grunnskóla. Aðgerðirnar eiga að standa í fimm ár. Þessar tillögur byggja að stórum hluta á þeim tillögum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hafði forgöngu um að vinna með Háskólanum á Akureyri (HA) og Menntavísindasviði Háskóla Íslands (MVS) og kynntar voru í ársbyrjun 2018. Tillögur menntamálaráðherra eru unnar í víðtækara samstarfi stjórnvalda, sambandsins, KÍ og þeirra háskóla sem mennta kennara. Í þeim felst m.a. að verið er að breyta kennaranámi og bjóða upp á launað starfsnám á lokaári námsins, veita kennaranemum styrk til að ljúka meistararitgerð og veita starfandi kennurum styrki til þess að taka nám í starfstengdri leiðsögn við HA eða MVS gegn því að gerast sérstakir leiðsagnarkennarar.
Lagt fram til kynningar.

6.Launað námsleyfi

Málsnúmer 201905152Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til umræðu og samþykktar drög að endurskoðuðum reglum um stuðning til fjarnáms. Málið var áður á dagskrá á 37.fundi fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um stuðning til fjarnáms frá árinu 2006 og vísar þeim til staðfestingar í byggðarráði í sumarleyfi sveitarstjórnar.

7.Fötlunarráð 2018-2022

Málsnúmer 201811036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur 4. og 5. fundargerð Fötlunarráðs Norðurþings.
Fundargerðir lagðar fram.

8.Búsetuúrræði fyrir fatlaða - Fötlunarráð óskar eftir tímasettri áætlun

Málsnúmer 201906079Vakta málsnúmer

Á 2. fundi Fötlunarráðs Norðurþings 6. mars 2019, var óskað eftir tímasettri áætlun um byggingu búsetuúrræða fyrir fatlaða í Norðurþingi.
Fjölskylduráð þakkar fötlunarráði fyrir erindið. Ráðið getur ekki að svo stöddu sett upp tímasetta áætlun.
Unnið er að útfærslu á búsetuúrræðum fyrir fatlaða, teikningar ásamt kostnaðaráætlun verða lagðar fram þegar þeirri vinnu er lokið.

Fundi slitið - kl. 14:40.