Fara í efni

Búsetuúrræði fyrir fatlaða - Fötlunarráð óskar eftir tímasettri áætlun

Málsnúmer 201906079

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 38. fundur - 01.07.2019

Á 2. fundi Fötlunarráðs Norðurþings 6. mars 2019, var óskað eftir tímasettri áætlun um byggingu búsetuúrræða fyrir fatlaða í Norðurþingi.
Fjölskylduráð þakkar fötlunarráði fyrir erindið. Ráðið getur ekki að svo stöddu sett upp tímasetta áætlun.
Unnið er að útfærslu á búsetuúrræðum fyrir fatlaða, teikningar ásamt kostnaðaráætlun verða lagðar fram þegar þeirri vinnu er lokið.