Fara í efni

Kvikmynduð tónleikaferð Önnu Jónsdóttur - umsókn í lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201906088

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 38. fundur - 01.07.2019

Anna Jónsdóttir, sópransöngkona, sækir um 100.000 kr styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna tónleikaferðar um landið. Anna hyggst koma fram við Botnstjörn í Ásbyrgi þann 18. júlí. Frítt er á tónleikana.
Verkefnið hefur fengið styrk frá finnska menningarsjóðnum.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Önnu Jónsdóttir 25.000 kr. úr Lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna tónleikaferðar um landið og þar á meðal við Botnstjörn í Ásbyrgi þann 18. júlí n.k.