Fara í efni

Stórsókn stjórnvalda í menntamálum - Upplýsingar til sveitarfélag um nýtt starfsheiti leiðsagnarkennara

Málsnúmer 201906080

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 38. fundur - 01.07.2019

Í tengslum við stórsókn stjórnvalda í menntamálum boðar menntamálaráðherra aðgerðir til að efla nýliðun í kennaranámi fjölga þeim sem útskrifast á réttum tíma og halda í þá kennara sem þegar eru í starfi á vettvangi leik- og grunnskóla. Aðgerðirnar eiga að standa í fimm ár. Þessar tillögur byggja að stórum hluta á þeim tillögum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hafði forgöngu um að vinna með Háskólanum á Akureyri (HA) og Menntavísindasviði Háskóla Íslands (MVS) og kynntar voru í ársbyrjun 2018. Tillögur menntamálaráðherra eru unnar í víðtækara samstarfi stjórnvalda, sambandsins, KÍ og þeirra háskóla sem mennta kennara. Í þeim felst m.a. að verið er að breyta kennaranámi og bjóða upp á launað starfsnám á lokaári námsins, veita kennaranemum styrk til að ljúka meistararitgerð og veita starfandi kennurum styrki til þess að taka nám í starfstengdri leiðsögn við HA eða MVS gegn því að gerast sérstakir leiðsagnarkennarar.
Lagt fram til kynningar.