Fara í efni

Framtíðarsýn í búsetumálum / þjónustu við fatlaða

Málsnúmer 201906017

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 36. fundur - 11.06.2019

Félagsmálastjóri leggur fram minnisblað um framtíðarsýn í búsetumálum fatlaðra í sveitarfélaginu.
Félagsmálastjóri og verkefnastjóri búsetu kynntu minnisblað um framtíðarsýn og stöðu í búsetumálum fatlaðra í sveitarfélaginu. Ráðið telur brýnt að ráðist verði í frekari uppbyggingu í búsetumálum fatlaðra. Ráðið felur félagsmálastjóra að vinna kostnaðaráætlun vegna byggingu íbúðakjarna og leggja fyrir fjölskylduráð og skipulags- og framkvæmdaráð. Einnig felur ráðið félagsmálastjóra að sækja um viðauka vegna 3ja stöðugilda í búsetuþjónustu við fatlaða.