Fara í efni

Fjölskylduráð

48. fundur 11. nóvember 2019 kl. 13:00 - 14:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Bókun í 3. máli var færð í trúnaðarmálabók.

Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 2 - 9.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1.

1.Launað námsleyfi

Málsnúmer 201905152Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til samþykktar endurskoðaðar reglur um stuðning til fjarnáms og samningur um stuðning til fjarnáms.
Málið var áður á dagskrá á fundi fjölskylduráðs þann 24.6. sl. og var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 29.10. sl.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um stuðning til fjarnáms í menntavísindum fyrir Norðurþing og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.

2.Húsaleigusamningur Hafnarstétt 17 - Þú Skiptir Máli

Málsnúmer 201911015Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur leigusamningur á milli Norðurþings og Tónasmiðjunar varðandi verbúðir á Húsavík.
Fjölskylduráð fjallaði um drög að leigusamningi á milli Norðurþings og Tónasmiðjunar. Málinu er frestað. Fulltrúum Tónasmiðjunar verður boðið á fund í desember.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201911037Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókun færð í trúnaðarmálabók.

4.Reglur um félagslegt leiguhúsnæði

Málsnúmer 201911036Vakta málsnúmer

Lagðar fyrir fjölskylduráð reglur um félagslegt leiguhúsnæði í Norðurþingi
Fjölskylduráð samþykkir reglur um félagslegt leiguhúsnæði í Norðurþingi og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.

5.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020

Málsnúmer 201910128Vakta málsnúmer

Samtök um kvennaathvarf óska eftir rekstrarstyrk
Fjölskylduráð samþykkir að veita Samtökum um kvennaathvarf rekstrarstyrk upp á 150.000 kr.

6.Umsókn um styrk, Félag eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði.

Málsnúmer 201910110Vakta málsnúmer

Á 306. fundi byggðarráðs var tekin fyrir umsókn félags eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði um styrk til félagsins. Á fundinum var bókað;
Byggðarráð samþykkir að veita félagi eldri borgara í Öxarfjarðarhéraði 150.000 króna styrk til starfsemi félagsins og óskar eftir að fjölskylduráð geri samning, til lengri tíma, við félagið.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í að gera samning til lengri tíma við félag eldri borgara í Öxarfirði og felur félagsmálastjóra að afla nánari gagna og leggja drög að samningi fyrir ráðið fyrir lok árs 2019.

7.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.

Málsnúmer 201903082Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur jafnréttisáætlun Norðurþings 2019-2022 með ábendingum Jafnréttisstofu.
Jafnréttisstofa bendir á að í byrjun desember muni Jafnréttisstofa og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála vera með námskeið um gerð jafnréttisáætlana og kynjasamþættingu. Markhópurinn er sveitarstjórnarfólk, stjórnendur og sviðsstjórar sveitarfélaga.
Fyrir fjölskylduráði liggur að vísa jafnréttisáætluninni til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings
Fjölskylduráð samþykkir Jafnréttisáætlun Norðurþings 2019-2022 og framkvæmdaáætlun og vísar henni til sveitarstjórnar.

8.Umsókn um styrk til reksturs Bergsins headspace árið 2020

Málsnúmer 201911039Vakta málsnúmer

Umsókn um styrk til reksturs Bergsins headspace árið 2020
Fjölskylduráð þakkar umsóknina en synjar henni.

9.Velferðarnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328.mál

Málsnúmer 201911038Vakta málsnúmer

Lagt fram fyrir fjölskylduráðs frumvarp Velferðarnefndar til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými).
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 14:20.