Fara í efni

Helga Sveinbjörnsdóttir óskar eftir f.h. eigenda Garðarbrautar 43, efri og neðri hæð að breyta niðurtekt á gangstétt við innkeyrslu.

Málsnúmer 202004080

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 65. fundur - 28.04.2020

Íbúar Garðarsbrautar 43, efri og neðri hæð óska eftir heimild til framkvæmda vegna bætts aðgengis bifreiða að húseigninni með gerð 8,5 m langrar niðurtektar í gangstétt framan við innkeyrslu af Garðarsbraut.
Kallað er eftir afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa framkvæmdina á kostnað húseigenda við Garðarsbraut 43.
Horft verður til þess að framkvæmdin verði til samræmis við aðrar niðurtektir sem liggja að Garðarsbraut.