Fara í efni

Viðhaldsframkvæmdir við Naust, Hafnarstétt 7.

Málsnúmer 202004079

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 65. fundur - 28.04.2020

Skipulags- og framkvæmdaráði hefur borist erindi frá Húsnefnd Nausts, Hafnarstétt 7. Stefnt er að viðhaldsframkvæmdum við húsið. Húsnefnd Nausts og eigendur húsnæðisins fara þess á leit við Norðurþing að sveitarfélagið taki að sér kostnað við að grafa niður með austurvegg Nausts, drena, fylla upp í og ganga frá eftir verkið og þar með talið ganga frá varðandi stigann.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að setja allt að 10 m.kr. á framkvæmdaáætlun 2020 vegna viðhaldsframkvæmda við Naust, Hafnarstétt 7.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 70. fundur - 09.06.2020

Á 65. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að setja allt að 10 m.kr. á framkvæmdaáætlun 2020 vegna viðhaldsframkvæmda við Naust, Hafnarstétt 7.
Óskað er skýringa á því hvort umrædd upphæð sé með eða án virðisauka.
Silja vék af fundi undir þessu máli.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að umrædd upphæð sé með virðisaukaskatti og gegn framvísun reikninga.