Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

64. fundur 16. apríl 2020 kl. 13:00 - 15:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Helena Eydís Ingólfsdóttir, Bergur Elías Ágústsson og Drífa Valdimarsdóttir sátu fundinn undir fundarlið nr. 1.

1.Aðgerðahópur Norðurþings vegna COVID-19 - framkvæmdaáætlun 2020

Málsnúmer 202004019Vakta málsnúmer

Á 63. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að meta stöðu þeirra verkefna sem talin eru upp í verkefnalista aðgerðahóps vegna COVID-19. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa jafnframt að koma með tillögur að fleiri brýnum verkefnum og leggja fyrir ráðið að nýju
Skipulags- og framkvæmdaráð fór yfir tillögur aðgerðahóps varðandi þau verkefni sem þykja vænleg til framkvæmda á árinu og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina þau verkefni sem skilgreind eru í vinnuskjali.

2.Útboð vegna sorphirðu 2020

Málsnúmer 202001017Vakta málsnúmer

Það kostnaðarmat sem fyrir liggur og unnið hefur verið með í tengslum við útboð sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi kallar á ríflega 50% hækkun gjalda umfram það sem sveitarfélagið innheimtir í dag vegna sorphirðumála.
Engin tilboð bárust í tengslum við útboðið sem voru undir kostnaðarmati en hagstæðasta tilboð sem skilaði sér við opnun tilboða kallar á ríflega 66% hækkun sorphirðugjalda og því ljóst að bregðast þarf við með einhverjum hætti til þess að lágmarka hækkun sorphirðugjalda sem þó er fyrirsjáaneg.
Leitað hefur verið til lægstbjóðanda varðandi möguleika til lágmörkunar kostnaðarauka og liggja fyrir tillögur varðandi það sem snúa að mestu að stækkun sorpíláta og fækkun sorplosana í því samhengi.

Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdráðs til tilboðs lægstbjóðanda vegna sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi.

Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þeirra tillagna sem lagðar hafa verið fram af hálfu lægstbjóðanda til takmörkunar kostnaðarauka vegna sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi.

Óskað er heimildar skipulags- og framkvæmdaráðs til þess að ganga frá samningi við lægstbjóðanda á þeim forsendum sem kynntar hafa verið ráðinu.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir tilboð lægstbjóðanda með þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram til þess að takmarka kostnaðarauka Norðurþings vegna sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi. Ennfremur felur ráðið framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá samningi um sorphirðu við lægstbjóðanda.

Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni og leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður hafði áður boðið upp tillögu þess efnis að sveitarfélagið taka verkefnið til sín en hún felld. Það er enn skoðun mín og trú að málefninu væri betur borgið í eigin höndum og velta þannig ekki beinum kostnaði á íbúa. Um leið gætu skapast tækifæri heima fyrir og í rekstri sveitarfélagsins.
Hjálmar Bogi Hafliðason.

3.Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir umsögn varðandi framtíðarskipulag í Vonarskarði

Málsnúmer 202004025Vakta málsnúmer

Svæðisráð vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskar eftir svörum við tilteknum spurningum varðandi landafnot í Vonarskarði.
Lagt fram.

4.Ósk um samþykki fyrir breyttri afmörkun þjónustulóðar við Vegg í Kelduhverfi

Málsnúmer 202004043Vakta málsnúmer

Kristinn Sigurður Yngvason óskar eftir samþykki fyrir breyttri afmörkun lóðar undir þjónustustarfsemi í landi Tóveggjar. Núverandi lóð, Veggur, lnr. 228.846, er 1.600 m² að flatarmáli en fyrirhugað er að hún verði 3.072 m² með nýrri afmörkun. Fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur unninn af Faglausn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ný afmörkun lóðarinnar verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:00.