Fara í efni

Viðauki við fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2020

Málsnúmer 202005060

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 67. fundur - 12.05.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun 2020 vegna þess tekjutaps sem fyrirsjáanlegt er í rekstri Hafnasjóðs á árinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar eftir viðbótarfjármagni vegna tekjufalls hafnasjóðs í tengslum við COVID-19 að upphæð 67.579.815 kr. og vísar því til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 327. fundur - 14.05.2020

Á 67. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 12. maí sl. var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð óskar eftir viðbótarfjármagni vegna tekjufalls hafnasjóðs í tengslum við COVID-19 að upphæð 67.579.815 kr. og vísar því til byggðarráðs.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka með þeirri breytingu að taka inn lækkun á kostnaði upp á 15 milljónir. Samþykktur viðauki gerir því ráð fyrir 52.579.815 króna viðbótarframlagi til Hafnasjóðs vegna tekjufals sjóðsins í tengslum við COVID-19, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 103. fundur - 19.05.2020

Á 327. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka með þeirri breytingu að taka inn lækkun á kostnaði upp á 15 milljónir. Samþykktur viðauki gerir því ráð fyrir 52.579.815 króna viðbótarframlagi til Hafnasjóðs vegna tekjufalls sjóðsins í tengslum við COVID-19, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Silja og Bergur.

Helena og Bergur óska bókað:
Ekki er um að ræða lækkun á handbæru fé hafnasjóðs eins og skilja má á inngangi heldur hækkun á viðskiptastöðu hafnasjóðs við aðalsjóð. A hluti mun styðja við hafnasjóð og tryggja rekstrarhæfi sjóðsins með þessari aðgerð.


Silja leggur fram eftirfarandi bókun f.h. meirihluta sveitarstjórnar:
Vegna COVID-19 er fyrirsjáanlegt að tekjur hafnarinnar muni verða umtalsvert lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á móti því kemur að hluta að kostnaður við rekstur hafnarinnar verður að einhverju leyti lægri þar sem minni umsvif gera ekki kröfu um jafn mikla þjónustu af hálfu hafnarinnar s.s. vegna lóðsbáts.

Sveitarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.