Fara í efni

Ósk um stofnun lóðar út úr Hóli í Kelduhverfi undir skógrækt

Málsnúmer 202009065

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Kristinn Rúnar Tryggvason og Hrund Ásgeirsdóttir óska eftir samþykki fyrir stofnun 149,6 ha landspildu út úr jörðinni Hóli í Kelduhverfi. Landspildan er ætluð til skógræktar. Þess er óskað að landspildan fái heitið Hólsskógur. Ennfremur er óskað samþykki fyrir því að landspildunni verði skipt út úr jörðinni. Fyrir liggur hnitsettur uppdráttur af landspildunni og undirritað samþykki eiganda aðliggjandi jarðar fyrir landamerkjum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun landspildunnar, útskipti hennar úr jörðinni og að hún fái heitið Hólsskógur verði samþykkt. Framlögð afstöðumynd felur í sér hugmynd að tengingu lóðar við þjóðveg nr. 85. Ráðið gerir ekki athugasemd við hugmyndina en minnir umsækjanda á að hafa samráð við Vegagerðina um vegtenginguna. Ráðið áréttar einnig að samþykki fyrir stofnun landspildunnar felur ekki í sér framkvæmdaleyfi til skógræktar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020

Á 78. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 15.09.2020, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun landspildunnar, útskipti hennar úr jörðinni og að hún fái heitið Hólsskógur verði samþykkt. Framlögð afstöðumynd felur í sér hugmynd að tengingu lóðar við þjóðveg nr. 85. Ráðið gerir ekki athugasemd við hugmyndina en minnir umsækjanda á að hafa samráð við Vegagerðina um vegtenginguna. Ráðið áréttar einnig að samþykki fyrir stofnun landspildunnar felur ekki í sér framkvæmdaleyfi til skógræktar.
Hrund vék af fundinum undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.