Fara í efni

Ósk um stofnun íbúðarhúsalóðar á Hóli í Kelduhverfi

Málsnúmer 202009073

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Kristinn Rúnar Tryggvason og Hrund Ásgeirsdóttir óska eftir samþykki fyrir stofnun 1.600 m² lóðar undir íbúðarhús jarðarinnar Hóls í Kelduhverfi. Þess er óskað að lóðin fái heitið Hóll 2. Fyrir liggur hnitsett lóðarmynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Hóll 2.

Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020

Á 78. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 15.09.2020, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Hóll 2.
Hrund vék af fundinum undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.