Fara í efni

Endurskoðun samþykkta Norðurþings

Málsnúmer 202003008

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 102. fundur - 21.04.2020

Á 99. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu:
Nú hefur sveitarstjórn Norðurþings unnið eftir nýjum samþykktum í tvö ár. Að mati undirritaðar eru nokkrir þættir sem mættu betur fara í samþykktunum og einhverja þætti þarf að skýra betur.
Því legg ég til að samþykktir Norðurþings verði teknar upp og farið í lagfæringar á þeim. Oddvitar framboða komi sér saman um vinnuferli og hann verði lagður fyrir sveitarstjórn á fundi hennar í apríl 2020.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
fulltrúi v-lista

Tillagan er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Kolbrún Ada og Hjálmar.

Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu:
Vinna við samþykktir Norðurþins verði frestað til haustsins og tekin upp aftur í byggðarráði í september 2020.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020

Á 102. fundi sveitarstjórna var bókað;
Til máls tóku: Kolbrún Ada og Hjálmar.
Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu:
Vinna við samþykktir Norðurþins verði frestað til haustsins og tekin upp aftur í byggðarráði í september 2020.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Oddvitar framboða munu hefjast handa við endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins á vinnufundi þann 24. september nk.