Fara í efni

Erindi frá Sölkusiglingum vegna Covid-19.

Málsnúmer 202008081

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 338. fundur - 10.09.2020

Borist hefur erindi frá Sölkusiglingum ehf. þar sem óskað er leigu á verbúðarplássi, tímabundið án endurgjalds og gjaldfrests á legugjöldum og leigugjaldi verbúðarpláss.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs en bendir á að framundan er upptekt á almennum aðgerðum sveitarfélagsins í tengslum við COVID-19.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Borist hefur erindi frá Sölkusiglingum ehf. þar sem óskað er leigu á verbúðarplássi, tímabundið án endurgjalds og gjaldfrests á legugjöldum og leigugjaldi verbúðarpláss.

Byggðarráð vísaði erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs en bendir á að framundan er upptekt á almennum aðgerðum sveitarfélagsins í tengslum við COVID-19.
Skipulags- og framkvæmdaráðs sér sé ekki fært að verða við erindinu, en fellst á að skuld vegna legugjalda og leigu vegna verbúðar 2020 verði ekki send í innheimtu og dráttarvaxtareiknað þar til upptekt á almennum aðgerðum sveitarfélagsins í tengslum við Covid 19. liggur fyrir.

Uppsögn verðbúðar taki gildi samkvæmt uppsagnarákvæði samnings.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 88. fundur - 02.02.2021

Á 78. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað vegna erindis frá Sölkusiglingum;
Skipulags- og framkvæmdaráð sér sé ekki fært að verða við erindinu, en fellst á að skuld vegna legugjalda og leigu vegna verbúðar 2020 verði ekki send í innheimtu og dráttarvaxtareiknað þar til upptekt á almennum aðgerðum sveitarfélagsins í tengslum við Covid 19. liggur fyrir.

Uppsögn verðbúðar taki gildi samkvæmt uppsagnarákvæði samnings.

Á 351. fundi byggðarráðs var bókað vegna aðgerða sveitarfélagsins í tengslum við Covid-19;
Byggðarráð telur ekki tilefni til frekari aðgerða vegna Covid-19 m.t.t. innheimtu og frestunar gjalda. Aðgerðir stjórnvalda hafa komið mörgum fyrirtækjum að gagni og skuldastaða fyrirtækja við sveitarfélagið er góð. Allar ákvarðanir um aðgerðir vegna COVID-19 hafa nú runnið sitt skeið fyrir utan að samningur við Húsavíkurstofu gildir út árið 2021.



Undirritaður óskar bókað.

Afstaða byggðarráðs vekur furðu undirritaðs, enda staðhæfingar án tilhlýðilegra raka og spá fyrir næstu mánuði. Sem aðili í hinum svokallað Covid-19 hóp lá það alveg ljóst fyrir að þær ákvarðanir sem þar voru teknar voru til skamms tíma, á meðan væri verið að ná utan um stöðu mála. Á haustdögum var einnig ljóst að byrjun árs 2021 yrði mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki, hvað sá tími verður langur var ekki hægt að segja til um. Sú staða á ekki bara við um fyrirtæki í ferðaþjónustu, heldur líka þjónustu- og verktakafyrirtæki í sveitarfélaginu. Hafa beri í huga að sum fyrirtæki hafa fengið verulega tilslökun og önnur ekki.

Annað sem vekur sérstakan eftirtekt er að í bókun byggðarráð er vísað til aðgerða stjórnvalda og er þá sennilega átt við ríkisvaldið. Rétt er að árétta að sveitarfélagið Norðurþing er einnig stjórnvald og ber mikla ábyrði í þeim efnum.

Bergur Elías Ágústsson

Undirritaður leggur til að hafnarstjóra og framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði falið að ræða við viðkomandi aðila og leggja drög að greiðslufyrirkomulagi fyrir næsta fund ráðsins.

Bergur Elías Ágústsson

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 90. fundur - 02.03.2021

Drög að greiðslusamkomulagi varðandi uppgjör gjaldfallinna skulda Sölkusiglinga ehf. gagnvart eignasjóði annarsvegar og hafnarsjóði hinsvegar, hefur verið kynnt forsvarsmönnum félagsins og liggur fyrir samþykki Sölkusiglinga á því uppleggi sem drögin innihalda. Óskað er afsöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til samningsdraganna og heimildar til þess að ganga frá samningi með þeim hætti sem kynnt hefur verið.
Skipulags- og framkvæmdarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur fjármálastjóra að undirrita samkomulagið fh. sveitarfélagsins.