Fara í efni

Deiliskipulag fyrir nýtt hjúkrunarheimili.

Málsnúmer 201909080

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019

Nú liggur fyrir verkefnistillaga frá Alta fyrir gerð deiliskipulags fyrir nýtt hjúkrunarheimili við Skálabrekku og Auðbrekku. Verkefnistillögunni fylgir mat á áætluðum kostnaði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja vinnu við skipulagsferli af stað. Í ljósi þess að fjárveitingar til deiliskipulagsvinnu í fjárhagsáætlun ársins hefur þegar verið að fullu ráðstafað verði fjárveitingar sem ætlaðar voru til vinnu við endurskoðun aðalskipulags nýttar til deiliskipulagsvinnunar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 73. fundur - 14.07.2020

Nú liggur fyrir tillaga Alta að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík. Meginmarkmið deiliskipulags verður að skilgreina byggingarskilmála fyrir nýtt hjúkrunarheimili ofan við dvalarheimilið Hvamm og Heilbrigðisstofnun og verður tillaga unnin með hliðsjón af vinningstillögu í hönnunarsamkeppni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Byggðarráð Norðurþings - 334. fundur - 16.07.2020

Á 73. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna skipulagslýsinguna samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík. Athugasemdir og umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum: Magnús Hermannsson, Anna Sigrún Jónsdóttir, Fannar Emil Jónsson og Jónína Hildur Grímsdóttir (bréf ódags.) óska eftir að fyrirhugað mannvirki verði reist sem syðst á því svæði sem horft er til svo skerðing útsýnis og röskun á umhverfi þeirra lóða verði sem minnst. Skipulagsstofnun (bréf dags. 26. ágúst) telur skipulagsmörk skarast við gildandi deiliskipulag Auðbrekku. Jafnframt minnir stofnunin á ákvæði 37. gr. skipulagslaga um gerð húsakönnunar. Minjastofnun (bréf dags. 3. september) minnir á að taka þarf fullt tillit til minja við útfærslu deiliskipulags og færa þurfi útlínur skráðra minja með skýrum hætti inn á uppdrátt. RARIK (bréf dags. 10. september) minnir á að rafstrengur liggur um fyrirhugað skipulagssvæði, kostnaður muni fylgja því að færa strenginn og að ætla þarf strengnum nýja lagnaleið. Mikilvægt sé að hafa samband við RARIK á verktíma til að tryggja öryggi í kring um strenginn. Þingeyjarsveit (bréf dags. 1. sept), Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (bréf dags. 26. ágúst), Veðurstofa Íslands (bréf dags. 8. september) og Vegagerðin (bréf dags. 3. september) gera ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar framkomnar athugasemdir og ábendingar. Tekið verður tillit til þeirra eins og aðstæður leyfa við vinnslu skipulagstillögu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 82. fundur - 10.11.2020

Fyrir fundi liggja drög að deiliskipulagi fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík sem unnin er af Alta. Tillagan er unnin til samræmis við fyrirliggjandi tillögu að nýju hjúkrunarheimili að Auðbrekku 2. Í ljósi athugasemda frá íbúum við Auðbrekku er nú lagt upp með að fyrirhugað hús verði nokkru sunnar en ætlað var við kynningu skipulagslýsingar. Hliðrun hússins kallar á breytingu aðalskipulags sbr. hér að framan.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna fyrirliggjandi hugmyndir til samræmis við ákvæði 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 84. fundur - 24.11.2020

Nú er lokið kynningu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga á drögum að deiliskipulagi svæðis fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík til samræmis við bókun ráðsins 10. nóvember s.l. Athugasemd barst frá nágrönnum að Auðbrekku 6, en þau velta fyrir sér deilihönnun bílastæða og aðkomu við Auðbrekku og hvenær hún verður tilbúin. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lítillega uppfærða tillögu deiliskipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga samhliða kynningu breytinga skipulagsmarka deiliskipulags íbúðarsvæðis í Auðbrekku.

Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020

Á 84. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga samhliða kynningu breytinga skipulagsmarka deiliskipulags íbúðarsvæðis í Auðbrekku.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 88. fundur - 02.02.2021

Nú er lokið kynningu nýs deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík. Umsagnir um skipulagsbreytinguna komu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 26. janúar 2021, Minjastofnun dags. 20. janúar 2021 og Veðurstofu Íslands dags. 27. janúar 2021. Engar þessara stofnana gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Einar Sveinsson og Birna Hrólfsdóttir koma því á framfæri í tölvupósti dags. 4. janúar að þau fari fram á að vegtenging frá Auðbrekku verði bundin varanlegu slitlagi áður en framkvæmdir hefjast. Aðrir nágrannar gerðu ekki athugasemdir við skipulagstillöguna en skipulagsfulltrúi gerði ráðinu grein fyrir sjónarmiðum sem fram komu í samskiptum hans við nágranna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt eins og það var kynnt. Ráðið tekur undir sjónarmið um að hraða þurfi slitlagningu vegtengingar úr Auðbrekku sem kostur er til lágmarka ónæði nágranna en telur ekki rétt að færa kvöð þar að lútandi inn í deiliskipulag.

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Á 88. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt eins og það var kynnt. Ráðið tekur undir sjónarmið um að hraða þurfi slitlagningu vegtengingar úr Auðbrekku sem kostur er til lágmarka ónæði nágranna en telur ekki rétt að færa kvöð þar að lútandi inn í deiliskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 93. fundur - 30.03.2021

Með bréfi sínu dags. 12. mars 2021 kom Skipulagsstofnun eftirfarandi athugasemdum á framfæri við skipulagstillögu svæðis heilbrigðisstofnana í Auðbrekku á Húsavík:
1. Í meginkafla greinargerðar og í hönnunarkeppnisgögnum eru sett fram metnaðarfull markmið varðandi uppbyggingaráform, útisvæði, gönguleiðir, blágrænar ofanvatnslausnir og fleira. Þessi markmið endurspeglast ekki á fullnægjandi hátt í skilmálum deiliskipulagsins. Stofnunin hvetur til þess að settir séu nákvæmari skilmálar í deiliskipulaginu til að tryggja þau markmið sem sett eru um gæði mannvirkja og umhverfis sbr. gr. 5.3.2.2 og 5.3.2.3 í skipulagsreglugerð. 2. Gera þarf grein fyrir stærð skipulagssvæðisins og setja fram ítarlgri skilmála varðandi fjölda bílasatæða. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að uppfærslu deiliskipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið.

Sveitarstjórn Norðurþings - 112. fundur - 20.04.2021

Á 93. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.