Fara í efni

Rifós hf. óskar eftir vatnstökuleyfi úr Snartastaðalæk

Málsnúmer 202101082

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 87. fundur - 26.01.2021

Rifós hf. óskar heimildar til að dæla vatni úr Snartarstaðalæk til kælingar um varmaskipti og skila út í lækinn aftur á sama stað eða skammt neðan vatnstöku. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af framkvæmdinni. Horft er til þess að byggja upp lítinn niðurgrafinn brunn nærri vatnsbakka til að auðvelda vatnstökuna. Vatnstaka yrði eingöngu þegar kæla þarf niður fyrir flutninga og stæði þá í tvær til þrjár vikur í senn. Vatnstaka yrði 50-100 l/sek þegar mest væri.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið en vísar því til hverfisráðs Öxarfjarðar til umsagnar og mun taka málið aftur fyrir að viku liðinni. Ráðið gerir fyrir sitt leiti ekki athugasemd við að gerður verði brunnur til vatnstöku við Snartarstaðalæk, enda verði þess gætt að hann verði snyrtilegur og trufli ekki umferð gangandi meðfram lækjarbakkanum. Ráðið telur æskilegt að vatnstaka þessi verði neðar við lækinn en fram kemur í hugmyndum framkvæmdaaðila. Lækjarbakkinn er utan marka lands sveitarfélagsins og tilheyrir jörðinni Snartarstöðum. Því þarf umsækjandi að fá samþykki landeiganda fyrir brunninum áður en framkvæmdir hefjast.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 88. fundur - 02.02.2021

Erindið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 26. janúar s.l. og þá óskaði ráðið umsagnar hverfisráðs Öxarfjarðar. Hverfisráð gaf jákvæða umsögn um erindið í bréfi dags. 29. janúar. Framkvæmdaaðili hefur einnig sent endurskoðaða afstöðumynd þar sem gert er ráð fyrir brunni neðar við lækinn og innan lands Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppbyggingu dælubrunns enda verði hann niðurgrafinn og frágangur hans þannig að ekki trufli almenna umferð um svæðið. Ráðið gerir fyrir sitt leiti ekki athugasemdir við fyrirhugaða vatnsdælingu.