Fara í efni

Óskað eftir mati á fasteignum við Lund í Öxarfirði

Málsnúmer 202003002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 60. fundur - 03.03.2020

Hjálmar Bogi leggur til að fasteignir og aðrar eignir við Gamla-Lund í Öxarfirði, s.s. gamli skólinn, íþróttasalur og sundlaug verði metin og ástandsskoðuð. Sömuleiðis tjaldsvæði og eignir við tjaldsvæðið við Lund.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman minnisblað um ástand fasteignanna, fasteignamat og að kostnaðargreina helstu viðhaldsþætti.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 88. fundur - 02.02.2021

Á 60. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs lagði Hjálmar Bogi fram tillögu um að fasteignir og aðrar eignir við Gamla-Lund í Öxarfirði, s.s. gamli skólinn, íþróttasalur og sundlaug verði metin og ástandsskoðuð. Sömuleiðis tjaldsvæði og eignir við tjaldsvæðið við Lund.

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur Minnisblað um mat á fasteignum við Lundi skv. tillögu Hjálmars Boga til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 106. fundur - 28.09.2021

Hjálmar Bogi leggur til að fasteignir og aðrar eignir við Gamla-Lund í Öxarfirði, s.s. gamli skólinn, íþróttasalur og sundlaug verði metin og ástandsskoðuð. Mál áður samþykkt í mars 2020.
Lagt fram til kynningar.