Fara í efni

Verklagsreglur við ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vefnum

Málsnúmer 202004024

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 351. fundur - 28.01.2021

Fyrir byggðarráði liggja til umfjöllunar drög að verklagsreglum um ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vef sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá reglunum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju til samþykktar.

Byggðarráð Norðurþings - 352. fundur - 04.02.2021

Á 351. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá reglunum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Fyrir sveitarstjórn liggja til staðfestingar verklagsreglur við ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vef sveitarfélagsins.

Á 352. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku; Kristján og Hjálmar.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 85. fundur - 08.03.2021

Fjölskylduráð hefur til kynningar nýjar verklagsreglur við ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vef Norðurþings. Reglurnar voru staðfestar á 110. fundi sveitarstjórnar Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 91. fundur - 09.03.2021

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til kynningar nýjar verklagsreglur við ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vef Norðurþings. Reglurnar voru staðfestar á 110. fundi sveitarstjórnar Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.