Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

352. fundur 04. febrúar 2021 kl. 08:30 - 11:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Bergur Elías Ágústsson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Íslandsþari ehf. - staða verkefnisins

Málsnúmer 202101132Vakta málsnúmer

Í lok síðasta árs fékk Íslandsþari ehf. vilyrði sveitarstjórnar fyrir úthlutun lóðar í Víðimóum sunnan Húsavíkur. Markmið fyrirtækisins er að fanga tröllaþara úti fyrir Norðurlandi, þurrka hann og nýta plöntuna til framleiðslu á efnum til lyfja og matvælaframleiðslu, með sjálfbærum hætti. Á síðustu vikum hefur fyrirtækið leitað bestu fjármögnunarleiða til að koma verkefninu áfram. Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri Íslandsþara og Hafþór Jónsson útgerðarstjóri fyrirtækisins koma á fund byggðarráðs og fara yfir stöðuna.
Byggðarráð þakkar Snæbirni og Hafþóri fyrir góða kynningu á stöðunni.

2.Erindisbréf fastaráða Norðurþings

Málsnúmer 202101137Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri leggur fram minnisblað um vinnu við breytingar á samþykktum Norðurþings, viðauka við samþykktirnar sem þarf að vinna vegna gerðar erindisbréfa fyrir fastanefndir sveitarfélagsins. Markmiðið er að fjallað verði um tilvonandi breytingar og erindisbréf á marsfundi sveitarstjórnar Norðurþing og síðari umræður um breytingarnar fari fram í apríl.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um að sveitarstjórn fái til umræðu á marsfundi sínum nýjar heildstæðar samþykktir Norðurþings. Skrifaðar yrðu saman í eitt plagg þær breytingar sem hafa verið gerðar á samþykktunum á sl. árum til einföldunar. Aukinheldur að gerður verði viðauki við samþykktirnar um fullnaðarafgreiðsluheimildir fastanefndanna annarra en byggðarráðs, sem og fullnaðarafgreiðsluheimildir tiltekinna starfsmanna; n.t.t. skipulags- og byggingarfulltrúa, félagsmálastjóra, framkvæmda- og þjónustufulltrúa, fjármálastjóra, skrifstofustjóra og fræðslufulltrúa.

3.Verklagsreglur við ritun fundargerða og birtingu fylgiskjala á vefnum

Málsnúmer 202004024Vakta málsnúmer

Á 351. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá reglunum með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Kauptilboð í Hafnarstétt 17 - Verbúðir

Málsnúmer 202012096Vakta málsnúmer

Á 348. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð hafnar fyrirliggjandi tilboði, en felur sveitarstjóra að undirbúa gerð gagntilboðs sem lagt verði fyrir byggðarráð, að undangengnu uppfærðu verðmati á Hafnarstétt 1 og þegar fyrir liggja ítarlegri upplýsingar um áhvílandi virðisaukaskattskvöð frá endurskoðendum sveitarfélagsins á þeirri eign.
Lagt er til að sveitarstjóri geri gagntilboð fyrir hönd sveitarfélagsins á þeim grunni að Hafnarstétt 17 verði seld í beinum skiptum fyrir eign Steinsteypis ehf. að Hafnarstétt 1 fyrir 80 mkr og án þess að sveitarfélagið takið við VSK leiðréttingarkvöð síðarnefndu eignarinnar. Jafnframt gerir sveitarfélagið kröfu um óheftan aðgang almennings um þak Hafnarstéttar 17 og í því ljósi tekur Norðurþing að sér að ganga frá umhverfi þaksins á verbúðunum að minnsta kosti til samræmis við núverandi útlit og ásýnd almenningsrýmsins á þakinu, að loknum framkvæmdum við ytra byrði Hafnarstéttar 17.
Tillagan er samþykkt af Helenu Eydísi og Kolbrúnu Ödu.
Hafrún greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ljóst er að makaskipti á jöfnu er umdeild tillaga sem undirritaður getur ekki samþykkt að svo stöddu. Í ljósi þessa er lagt til að málinu verði vísað til formlegrar umræðu og afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.
Tillögunni er hafnað af Helenu Eydísi og Kolbrúnu Ödu.
Hafrún samþykkir tillöguna.5.Tillaga um samningaviðræður við Þekkingarnet Þingeyinga um fasteignina Hafnarstétt 17

Málsnúmer 202101142Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram tillögu um að sveitarfélagið fari í viðræður við Þekkingarnet Þingeyinga um að það eignist Hafnarstétt 17 á Húsavík, Verbúðir, í tengslum við verkefnið Hraðið, frumkvöðlasetur.

Greinargerð Hjálmars með tillögunni:
Þekkingarnet Þingeyinga hefur undanfarið unnið að nýsköpunarverkefni um uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík. Hafnarstétt hefur verið á sölu. Sveitarfélagið getur sömuleiðis verið aðili máls með framlagi á húsnæði til verkefnisins.

Á 351. fundi byggðarráðs var bókað;
Helena Eydís Ingólfsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Málinu er frestað til næsta fundar byggðarráðs.
Helena Eydís Ingólfsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Tillögunni er hafnað með atkvæði Kolbrúnar Ödu.
Hafrún situr hjá.

Ég tel það eina rétta í stöðunni að sitja hjá á þessari stundu. Þrátt fyrir að ég hafi ekki kosið líkt og meirihluti byggðarráðs í fundarlið 5. hér að framan, þar sem meirihluti fól sveitarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa um kaup á Hafnarstétt 17 gegn afhendingu á Hafnarstétt 1, þá er ég þeirrar skoðunar að það samræmist ekki góðri stjórnsýslu og sé sveitarfélaginu ekki til framdráttar að afgreiða tillögu um mögulega afhendingu á eign sem nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að ráðstafa til annars aðila.
Hafrún Olgeirsdóttir

Í ljósi þess að sveitarfélagið er nú þegar í viðræðum um sölu á Hafnarstétt 17 og því máli ekki lokið, teljum við ekki forsendur fyrir að fara í viðræður við annan aðila. Þess þá heldur aðila sem hefur ekki óskað eftir neinum viðræðum um eignina. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum er þessi kostur ekki ofarlega á lista ÞÞ yfir hugmyndir um húsnæði eftir úttekt frá arkitekt. Okkur þykir það ekki góð stjórnsýsla að fara í viðræður um verðbúðirnar við annan aðila áður en niðurstaða í því söluferli sem er í gangi liggur fyrir.
Benóný Valur
Kolbrún Ada


6.Staða atvinnulífs í Norðurþingi

Málsnúmer 202011015Vakta málsnúmer

Hinrik Wohler framkvæmdastjóri Húsavíkurstofu, Heiðar Hrafn Halldórsson og Daniel Annisius koma á fund byggðarráðs og fara yfir stöðuna og horfur hjá ferðaþjónustfyrirtækjum í sveitarfélaginu.
Byggðarráð þakkar Hinriki, Heiðari og Daniel fyrir komuna og góðar og gagnlegar umræður.

7.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Á 351. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu liða númer 4 og 5.
Byggðarráð fellst ekki á kaup á eftirlitsmyndavélum við innkomu í þorpið á Raufarhöfn þar sem ráðið telur að uppsetning og rekstur eftirlitsmyndavéla eigi að vera á höndum ríkisins en ekki sveitarfélagsins.

Byggðarráð tekur hins vegar undir sjónarmið hverfisráðs Raufarhafnar um nauðsyn aukins eftirlits í þorpinu. Lögreglan hefur ekki fastan starfsmann í þorpinu en eftirlitsmyndavélar gætu orðið að miklu gagni við eftirlit.
Sveitarstjóra er falið að eiga samtal við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um uppsetningu og rekstur eftirlitsmyndavéla á Raufarhöfn.

Sveitarstjóra er falið að leita tilboða vegna kaupa á vefmyndavél og uppsetningu hennar við höfnina á Raufarhöfn.

8.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 21. fundar stjórnar SSNE frá 27. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir HNE 2021

Málsnúmer 202101148Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 217. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 20. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 893. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. desember 2020.
Lagt fram til kynningar.

11.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202101103Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021 nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202101103Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021 nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202101056Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202101056Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

15.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202101056Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202101103Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um lax- og silungsveiði (minnihlutavernd o.fl.), 345. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021 nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.