Fara í efni

Tillaga um samningaviðræður við Þekkingarnet Þingeyinga um fasteignina Hafnarstétt 17

Málsnúmer 202101142

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 351. fundur - 28.01.2021

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram tillögu um að sveitarfélagið fari í viðræður við Þekkingarnet Þingeyinga um að það eignist Hafnarstétt 17 á Húsavík, Verbúðir, í tengslum við verkefnið Hraðið, frumkvöðlasetur.

Greinargerð Hjálmars með tillögunni:
Þekkingarnet Þingeyinga hefur undanfarið unnið að nýsköpunarverkefni um uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík. Hafnarstétt hefur verið á sölu. Sveitarfélagið getur sömuleiðis verið aðili máls með framlagi á húsnæði til verkefnisins.

Helena Eydís Ingólfsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Málinu er frestað til næsta fundar byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 352. fundur - 04.02.2021

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram tillögu um að sveitarfélagið fari í viðræður við Þekkingarnet Þingeyinga um að það eignist Hafnarstétt 17 á Húsavík, Verbúðir, í tengslum við verkefnið Hraðið, frumkvöðlasetur.

Greinargerð Hjálmars með tillögunni:
Þekkingarnet Þingeyinga hefur undanfarið unnið að nýsköpunarverkefni um uppbyggingu frumkvöðlaseturs á Húsavík. Hafnarstétt hefur verið á sölu. Sveitarfélagið getur sömuleiðis verið aðili máls með framlagi á húsnæði til verkefnisins.

Á 351. fundi byggðarráðs var bókað;
Helena Eydís Ingólfsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Málinu er frestað til næsta fundar byggðarráðs.
Helena Eydís Ingólfsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Tillögunni er hafnað með atkvæði Kolbrúnar Ödu.
Hafrún situr hjá.

Ég tel það eina rétta í stöðunni að sitja hjá á þessari stundu. Þrátt fyrir að ég hafi ekki kosið líkt og meirihluti byggðarráðs í fundarlið 5. hér að framan, þar sem meirihluti fól sveitarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa um kaup á Hafnarstétt 17 gegn afhendingu á Hafnarstétt 1, þá er ég þeirrar skoðunar að það samræmist ekki góðri stjórnsýslu og sé sveitarfélaginu ekki til framdráttar að afgreiða tillögu um mögulega afhendingu á eign sem nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að ráðstafa til annars aðila.
Hafrún Olgeirsdóttir

Í ljósi þess að sveitarfélagið er nú þegar í viðræðum um sölu á Hafnarstétt 17 og því máli ekki lokið, teljum við ekki forsendur fyrir að fara í viðræður við annan aðila. Þess þá heldur aðila sem hefur ekki óskað eftir neinum viðræðum um eignina. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum er þessi kostur ekki ofarlega á lista ÞÞ yfir hugmyndir um húsnæði eftir úttekt frá arkitekt. Okkur þykir það ekki góð stjórnsýsla að fara í viðræður um verðbúðirnar við annan aðila áður en niðurstaða í því söluferli sem er í gangi liggur fyrir.
Benóný Valur
Kolbrún Ada