Fara í efni

Íslandsþari ehf. - staða verkefnisins

Málsnúmer 202101132

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 352. fundur - 04.02.2021

Í lok síðasta árs fékk Íslandsþari ehf. vilyrði sveitarstjórnar fyrir úthlutun lóðar í Víðimóum sunnan Húsavíkur. Markmið fyrirtækisins er að fanga tröllaþara úti fyrir Norðurlandi, þurrka hann og nýta plöntuna til framleiðslu á efnum til lyfja og matvælaframleiðslu, með sjálfbærum hætti. Á síðustu vikum hefur fyrirtækið leitað bestu fjármögnunarleiða til að koma verkefninu áfram. Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri Íslandsþara og Hafþór Jónsson útgerðarstjóri fyrirtækisins koma á fund byggðarráðs og fara yfir stöðuna.
Byggðarráð þakkar Snæbirni og Hafþóri fyrir góða kynningu á stöðunni.

Byggðarráð Norðurþings - 386. fundur - 03.02.2022

Sveitarstjóri gerir grein fyrir framvindu samtala við fulltrúa Íslandsþara ehf um mögulega uppbyggingu fyrirtækisins á Húsavík.
Sveitarstjóri fór yfir málið og væntingar eru til þess að skýrsla um samfélags- og staðbundin umhverfisáhrif liggi fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 387. fundur - 10.02.2022

Fyrir byggðarráði liggur bókun 118. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 8. janúar 2022. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í að sameina lóðir á suðurhafnarfyllingu til uppbyggingar stórþaravinnslu Íslandsþara. Þessi landfylling telst nú tilbúin til uppbyggingar. Ráðið telur að suðurhafnarfylling henti undir þessa uppbyggingu vegna nálægðar við sambærilega starfsemi og aðgengis að yfirheitu vatni og fráveitulögnum. Á hinn bóginn myndi 10.000 m² lóð á norðurhafnarfyllingunni skerða athafnasvæði sem mikilvægt er frekari uppbyggingu á Bakka.
Byggðarráð hefur fjallað um og fengið kynningar á verkefni Íslandsþara ehf. á undanförnum mánuðum, um nytjar á stórþara úti fyrir Norðurlandi. Áhugi er hjá fyrirtækinu að á Húsavík verði unnið úr þaranum afurðir á markaði erlendis. Beðið er ítarlegri greininga á áhrifum starfseminnar á nánasta umhverfi, kæmi til uppbyggingarinnar á Húsavík. Í ljósi gagnkvæms áhuga sveitarfélagsins á því að vinna verkefnið áfram sem og til samræmis við álit skipulags- og framkvæmdaráðs frá 8. febrúar sem snýr að sameiningu lóða á Suðurfyllingu, hvetur byggðarráð forsvarsmenn Íslandsþara ehf. til samtals við sveitarfélagið um úthlutun lóðar á Suðurfyllingu. Mikilvægt er að samhliða framvindu málsins verði íbúum sveitarfélagsins kynntar fyrirætlanir fyrirtækisins, markmið þess og áhrif á samfélagið.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 9. fundur - 23.02.2023

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs liggur skýrsla Mannvits (dags. 3. febrúar 2023) um áhættumat vegna fyrirhugaðrar efnanotkunar í lífmassaveri Íslandsþara á Húsavík.

Einnig liggur fyrir minnisblað til Norðurþings frá Frey Ingólfssyni, efnaverkfræðingi og verkefnastjóra Íslandsþara, um geymslu og notkun hættulegra efna í fyrirhuguðu lífmassaveri.
Stjórn hafnasjóðs telur að áhættumat Mannvits vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Íslandsþara á lóðinni að Norðurgarði 7 sýni að koma megi í veg fyrir að efnanotkun fyrirtækisins skapi slíka hættu innan lóðar slökkvistöðvarinnar að Norðurgarði 5 að ógni starfsemi þar. Öryggisráðstafanir vegna hættulegra efna felast m.a. í öflugum árekstrarvörnum umhverfis efnageymslur og eldvarnarhólfunum. Geymsla hættulegra efna yrði vestan til á stórri lóðinni þannig að áhrifasvæði mögulegs slyss, allt að 100 m frá efnageymslum, nái ekki inn á lóð slökkvistöðvar. Næsta íbúðarhús yrði í meira en 200 m fjarlægð frá efnageymslu og þar með langt utan hættusvæðis.

Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.