Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

9. fundur 23. febrúar 2023 kl. 16:00 - 18:44 Hafnarhús Norðurgarði 5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri
Dagskrá

1.Landsréttur dómur í máli nr.746;2021

Málsnúmer 202302041Vakta málsnúmer

Kynntur dómur Landsréttar í máli sem Hafnasjóður Norðurþings höfðaði gegn Gentle Giants ehf. vegna vangreiddra þjónustugjalda fyrir árin 2008, 2009 og 2015. Dómur féll sl. föstudag, 17. febrúar 2023. Hafnasjóður Norðurþings vann málið fyrir Héraðsdómi, en Landsréttur sneri niðurstöðunni við, sýknaði félagið og gerði sveitarfélaginu að greiða því málskostnað að fjárhæð 3,5 milljónir kr. Landsréttur byggir á því að krafa sveitarfélagsins hafi verið fallin niður vegna fyrningar. Fram kemur að niðurstaðan hafi ekki áhrif á aðrar kröfur Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

2.Íslandsþari ehf. - staða verkefnisins

Málsnúmer 202101132Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs liggur skýrsla Mannvits (dags. 3. febrúar 2023) um áhættumat vegna fyrirhugaðrar efnanotkunar í lífmassaveri Íslandsþara á Húsavík.

Einnig liggur fyrir minnisblað til Norðurþings frá Frey Ingólfssyni, efnaverkfræðingi og verkefnastjóra Íslandsþara, um geymslu og notkun hættulegra efna í fyrirhuguðu lífmassaveri.
Stjórn hafnasjóðs telur að áhættumat Mannvits vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Íslandsþara á lóðinni að Norðurgarði 7 sýni að koma megi í veg fyrir að efnanotkun fyrirtækisins skapi slíka hættu innan lóðar slökkvistöðvarinnar að Norðurgarði 5 að ógni starfsemi þar. Öryggisráðstafanir vegna hættulegra efna felast m.a. í öflugum árekstrarvörnum umhverfis efnageymslur og eldvarnarhólfunum. Geymsla hættulegra efna yrði vestan til á stórri lóðinni þannig að áhrifasvæði mögulegs slyss, allt að 100 m frá efnageymslum, nái ekki inn á lóð slökkvistöðvar. Næsta íbúðarhús yrði í meira en 200 m fjarlægð frá efnageymslu og þar með langt utan hættusvæðis.

Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

3.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis á Húsavík

Málsnúmer 202205037Vakta málsnúmer

Á 8. fundi Stjórnar Hafnasjóðs þann 25. janúar sl. voru kynntar þær umsagnir sem bárust í kynningarferli breytingar deiliskipulags Norðurhafnasvæðis á Húsavík. Stjórn Hafnasjóðs frestaði afgreiðslu umsagna á þeim fundi.
Nú liggur fyrir áhættumat verkfræðistofunnar Mannvits vegna fyrirhugaðrar efnanotkunar í lífmassaveri Íslandsþara.
Stjórn hafnarsjóðs telur að sýnt hafi verið fram á með áhættugreiningu Mannvits að fyrirhuguð notkun hættulegra efna innan lóðar að Norðurgarði 7 skapi óverulega áhættu á aðliggjandi lóð slökkvistöðvar. Stjórnin óskar þess að skipulags- og framkvæmdaráð geri tillögu að viðbrögðum við umsögnum sem bárust við kynningu breytingar deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík.

Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

4.Kópaskershöfn, hafnabætur og sjóvarnir.

Málsnúmer 202201019Vakta málsnúmer

Hafnarbætur við Kópaskershöfn.
Unnið hefur verið við dýpkun Kópaskershafnar. Grafið var meðfram viðlegukanti hafnarinnar að utanverðu um 20 metra breiða rennu niður á c.a. 5 metra dýpi. Aðstæður ættu því að hafa batnað til muna frá því sem var en dýpi var orðið ansi lítið og aðstæður fyrir báta orðnar slæmar. Vonandi sjá fleiri útgerðir tækifæri í að landa á Kópaskeri nú þegar aðstæður hafa batnað.

5.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 202302047Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundagerðir 2023 - Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 202301072Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur fyrir 449. fundargerð Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

7.Hafnamál 2023

Málsnúmer 202301051Vakta málsnúmer

Ýmis hafnamál.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings leggur áherslu á að brýn þörf er á að ráðist verði sem fyrst í dýpkun í Húsvíkurhöfn til að auka öryggi skipa og báta og felur hafnastjóra að halda áfram að þrýsta á vegagerðina að koma því til framkvæmda.

Fundi slitið - kl. 18:44.