Fara í efni

Kópaskershöfn, hafnabætur og sjóvarnir.

Málsnúmer 202201019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 116. fundur - 11.01.2022

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði lá minnisblað um hafnaraðstöðu á Kópaskeri og mögulegar leiðir til úrbóta.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndir um sjóvarnir við Kópaskershöfn. Ráðið felur hafnarstjóra að kostnaðargreina áframhaldandi þróunarvinnu.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 9. fundur - 23.02.2023

Hafnarbætur við Kópaskershöfn.
Unnið hefur verið við dýpkun Kópaskershafnar. Grafið var meðfram viðlegukanti hafnarinnar að utanverðu um 20 metra breiða rennu niður á c.a. 5 metra dýpi. Aðstæður ættu því að hafa batnað til muna frá því sem var en dýpi var orðið ansi lítið og aðstæður fyrir báta orðnar slæmar. Vonandi sjá fleiri útgerðir tækifæri í að landa á Kópaskeri nú þegar aðstæður hafa batnað.