Fara í efni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202101056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 87. fundur - 26.01.2021

Óskað er eftir umsögnum um drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Meginmarkmið stefnunnar eru að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, vinna að kolefnishlutleysi Íslands og að stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2875
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 352. fundur - 04.02.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 352. fundur - 04.02.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 352. fundur - 04.02.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 91. fundur - 09.03.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis: Til umsagnar frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur,gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0855.htmlLagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 356. fundur - 11.03.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0942.html
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 357. fundur - 25.03.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0822.html
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1188.html
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1187.html
Byggðarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarpið.

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1186.html
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðaðalandsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1184.html
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn sem felur í sér að dagsetning í fyrri tillögu í kafla 4.3.3 haldist óbreytt.
Samþykkt með atkvæði Helenu.
Berglind og Kristján Friðrik sitja hjá.

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1191.html
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. maí nk.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1181.html
Lagt fram til kynningar.