Fara í efni

Erindisbréf fastaráða Norðurþings

Málsnúmer 202101137

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 352. fundur - 04.02.2021

Sveitarstjóri leggur fram minnisblað um vinnu við breytingar á samþykktum Norðurþings, viðauka við samþykktirnar sem þarf að vinna vegna gerðar erindisbréfa fyrir fastanefndir sveitarfélagsins. Markmiðið er að fjallað verði um tilvonandi breytingar og erindisbréf á marsfundi sveitarstjórnar Norðurþing og síðari umræður um breytingarnar fari fram í apríl.
Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um að sveitarstjórn fái til umræðu á marsfundi sínum nýjar heildstæðar samþykktir Norðurþings. Skrifaðar yrðu saman í eitt plagg þær breytingar sem hafa verið gerðar á samþykktunum á sl. árum til einföldunar. Aukinheldur að gerður verði viðauki við samþykktirnar um fullnaðarafgreiðsluheimildir fastanefndanna annarra en byggðarráðs, sem og fullnaðarafgreiðsluheimildir tiltekinna starfsmanna; n.t.t. skipulags- og byggingarfulltrúa, félagsmálastjóra, framkvæmda- og þjónustufulltrúa, fjármálastjóra, skrifstofustjóra og fræðslufulltrúa.

Byggðarráð Norðurþings - 422. fundur - 02.03.2023

Sveitarstjóri leggur fram minnisblað um vinnu við breytingar á samþykktum Norðurþings, viðauka við samþykktirnar sem þarf að vinna vegna gerðar erindisbréfa fyrir fastanefndir sveitarfélagsins. Markmiðið er að fjallað verði um tilvonandi breytingar og erindisbréf á vorfundum sveitarstjórnar Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarsjóra að halda áfram vinnu við erindisbréf fastaráða og leggja þau fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 424. fundur - 23.03.2023

Fyrir byggðarráði liggur uppfært og yfirfarið erindisbréf byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra erindisbréfið í takt við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 151. fundur - 28.03.2023

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfært og yfirfarið erindisbréf skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar, verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.

Byggðarráð Norðurþings - 425. fundur - 30.03.2023

Fyrir byggðarráði liggur uppfært og yfirfarið erindisbréf byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf byggðarráðs og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 152. fundur - 04.04.2023

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfært og yfirfarið erindisbréf skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf ráðsins og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 133. fundur - 13.04.2023

Fyrir sveitarstjórn liggja til samþykktar erindisbréf byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs.

Erindisbréf byggðarráðs var samþykkt og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn á 425. fundi ráðsins.

Erindisbréf skipulags- og framkvæmdaráðs var samþykkt og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn á 152. fundi ráðsins.
Til máls tók: Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindisbréf byggðarráðs.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindisbréf skipulags- og framkvæmdaráðs.

Fjölskylduráð - 149. fundur - 18.04.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur uppfært og yfirfarið erindisbréf fjölskylduráðs.
Ráðið vísar erindisbréfi til síðari umræðu hjá ráðinu á næsta fundi.

Fjölskylduráð - 150. fundur - 25.04.2023

Fram fer síðari umræða um erindisbréf fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf ráðsins með áorðnum breytingum og vísar erindisbréfinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 134. fundur - 11.05.2023

Á 150. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf ráðsins með áorðnum breytingum og vísar erindisbréfinu til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.