Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

425. fundur 30. mars 2023 kl. 08:30 - 10:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 6 sat fundinn Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka.

1.Ráðning sviðsstjóra á skipulags- og umhverfissviði

Málsnúmer 202302048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga sveitarstjóra vegna ráðningar sviðsstjóra á skipulags- og framkvæmdasviði. Ráðningarferlið var unnið í samvinnu við Mögnum ráðningar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við hæfasta umsækjandann samkvæmt mati ráðningarstofu.

2.Umsögn; Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 202303090Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur; Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 64/2023, "Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 30.03.2023.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skila fyrirliggjandi umsögn Norðurþings í samráðsgátt stjórnvalda.

3.Erindisbréf fastaráða Norðurþings

Málsnúmer 202101137Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur uppfært og yfirfarið erindisbréf byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf byggðarráðs og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Norðurþings

Málsnúmer 202302025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur með áorðnum breytingum, um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Ársreikningur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202212080Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til umræðu fyrstu hlutar að ársreikningi Norðurþings 2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Stýrihópur Grænn iðngarður á Bakka

Málsnúmer 202302026Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mætti Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka og kynnti þær tillögur sem stýrihópurinn er að leggja til sem áhersluverkefni.
Byggðarráð þakkar Karen Mist fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á tillögum stýrihópsins.

7.Ósk um styrk vegna útgáfu bókarinnar Kinnar- og Víknarfjöll með mínum augum

Málsnúmer 202303084Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um styrk vegna verkefnis sem nefnist "Kinnar- og Víknarfjöll með mínum augum"
Byggðarráð hafnar erindinu.

8.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 920. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302028Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 58. fundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 7. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2022-2026

Málsnúmer 202210054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga frá 20. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 2. mars 2023.
Byggðarráð afgreiðir fundarliði hverfisráðs á eftirfarandi hátt:

1) Íbúafundur
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara Hverfisráði þeim spurningum sem ekki náðist að svara á íbúafundinum sjálfum en þakkar um leið fyrir góðan og gagnlegan íbúafund á vegum Hverfisráðsins þann 15. mars. sl.

2) Framtíð Raufarhafnar
Hafin er vinna við að móta stefnu á þjónustustigi sveitarfélagsins en hún er ekki komin á þann stað að hafið sé íbúasamráð en það verður seinna í ferlinu eins og lög og reglur gera ráð fyrir.

3) Tjaldstæðismál á Raufarhöfn.
Byggðarráð vísar lið 3 um tjaldsvæðismál á Raufarhöfn til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

4) Skemmtiferðarskip
Byggðarráð vísar lið 4 um skemmtiferðaskip til umfjöllunar í hafnastjórn.

12.Fundargerðir SSNE 2023

Málsnúmer 202301067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 50. fundar SSNE frá 15. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.